Endurkoma á Trafford? - Liverpool vill Eze - Pogba til Bandaríkjanna - Duran til Madríd?
banner
   sun 07. júlí 2024 15:54
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Besta deild kvenna: Valur á toppinn eftir sigur í Víkinni - Keflavík lagði Fylki
Ísabella Sara Tryggvadóttir
Ísabella Sara Tryggvadóttir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Valur er komið á toppinn í Bestu deild kvenna í bili að minnsta kosti eftir sigur á Víkingi í dag.


Ragnheiður Þórunn Jónsdóttir kom Valskonum yfir þegar hún skallaði boltann í netið eftir hornspyrnu frá Önnu Rakel Pétursdóttir.

Rachel Diodati var nálægt því að jafna metin stuttu síðar eftir horn en skallinn hennar rétt framhjá markinu.

Eftir rúmlega hálftíma leik komst Ísabella Sara ein í gegn eftir langa sendingu frá Katie Cousins og skoraði framhjá Birtu í marki Víkings.

Amanda Andradóttir slapp í gegn undir lok leiksins og gat endanlega gert út um leikinn en vippaði boltanum yfir markið. Það kom ekki að sök því sigur Vals var í höfn.

Eva Lind Daníelsdóttir tryggði Keflavík stigin þrjú gegn Fylki þegar hún skoraði með laglegu skoti fyrir utan vítateiginn. Hennar fyrsta mark í efstu deild.

Guðrún Karítas Sigurðardóttr fékk tækifæri snemma í síðari hálfleik til að jafna metin en fór illa með gott færi.

Víkingur R. 0 - 2 Valur
0-1 Ragnheiður Þórunn Jónsdóttir ('19 )
0-2 Ísabella Sara Tryggvadóttir ('33 )
Lestu um leikinn

Keflavík 1 - 0 Fylkir
1-0 Eva Lind Daníelsdóttir ('22 )
Lestu um leikinn


Besta-deild kvenna
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Valur 18 16 1 1 48 - 16 +32 49
2.    Breiðablik 18 16 0 2 46 - 9 +37 48
3.    Þór/KA 18 9 3 6 40 - 28 +12 30
4.    Víkingur R. 18 8 5 5 28 - 29 -1 29
5.    FH 18 8 1 9 30 - 36 -6 25
6.    Þróttur R. 18 7 2 9 23 - 27 -4 23
7.    Stjarnan 18 6 3 9 22 - 34 -12 21
8.    Tindastóll 18 3 4 11 20 - 41 -21 13
9.    Fylkir 18 2 4 12 17 - 34 -17 10
10.    Keflavík 18 3 1 14 16 - 36 -20 10
Athugasemdir
banner
banner
banner