Endurkoma á Trafford? - Liverpool vill Eze - Pogba til Bandaríkjanna - Duran til Madríd?
Dagur í lífi Kristínar Dísar - Hádegishrekkur, sláarkeppni og blótsyrði á íslensku
Ásta Eir: Það væri bara mjög mikill skandall
Elísa Viðars: Maður þekkir þær eins og handarbakið á sér
Adda: Ég held að það hafi meira verið í fjölmiðlum og annað
Dagur í lífi Jasmínar - Fótbolta'ick' og skrautlegur golfhringur
„Ef ekki, þá þurfum við bara sem land að líta inn á við"
Jökull: Það hefur aldrei neitt svoleiðis verið nefnt
Hilmar Árni: Stemningsmaður og hefur gaman af lífinu
Jón Þór: Við vorum klaufar
Túfa: Erum að fara í gegnum mikið mótlæti
Tarik: Væri til að spila við þá í hverjum leik
Arnar Gunnlaugs: Virðist allt stefna í draumaúrslitaleikinn
Haddi: Ef það á að vera gaman að keyra heim, verðum við að vinna
Rúnar Páll: Maður er orðinn góður í því að fara með sömu tugguna
Stubbur: Það væri gaman að vinna þrefalt
Óðinn skoraði í sínum fyrsta leik: Ég hafði alltaf trú á því að ég myndi skora
Rúnar: Ég er drullufúll út í okkur í dag
Óskar Hrafn: Ein besta frammistaða sem ég hef séð Benó eiga í KR treyju
Anton Ari: Hundleiðinlegt að segja þetta en það er dagsatt
Benoný Breki með fernu: Alltaf gaman að fá að taka fótboltann heim
banner
   lau 06. júlí 2024 16:51
Anton Freyr Jónsson
Jón Þór: Gríðarlega ánægðir hvernig hefur tekist til að setja þennan hóp saman
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Bara hrikalega ánægður með sigurinn og stigin þrjú. Ég er hrikalega ánægður með strákanna, þetta var test á svolítið hugafarið okkar, við erum búnir að vinna frábæra sigra undanfarið og Írskir dagar um helgina og allt þetta að menn væri ekki við hugann einhversstaðar annarstaðar og strákarnir sýndu svo sannarlega í upphafi að svo var svo sannarlega ekki." sagði Jón Þór Hauksson þjálfari ÍA sáttur eftir 8-0 sigurinn á HK í dag.


Lestu um leikinn: ÍA 8 -  0 HK

Skagamenn byrjuðu leikinn af gríðarlegum krafti og héldu áfram allt þangað til Sigurður Hjörtur flautaði til leiksloka og má segja að Skagamenn hafi verið „on" frá upphafi leiks til enda. 

„Já heldur betur, frábær mörk og bara virkilega góð frammistaða og líka í seinni hálfleik, að koma út í seinni og sýna það hugarfar sem strákarnir sýndu, það er sterkur karakter og halda áfram allan tíman og bara virkilega vel gert í alla staði."

ÍA tapaði síðast fótboltaleik 25.mai þegar liðið fékk Víking í heimsókn og eftir það hefur liðið verið frábært og meðal annars vann liðið Val á heimavelli í síðustu umferð og það virðist allt vera að smella hjá Jón Þóri og hans mönnum

„Við erum bara með öflugan leikmannahóp, við erum með gott lið og frábært samansett lið og liðsandinn, liðsheildin hefur verið að eflast frá því að við féllum um deild fyrir tveimur árum síðan og þetta er bara það sem við höfum verið að stefna að frá þeim degi og gert það bara hrikalega vel og erum gríðarlega ánægðir hvernig hefur tekist til að setja þennan hóp saman og það er bara að sanna sig í dag að hann er virkilega öflugur."

Erik Tobias Sandberg kom inn í lið ÍA en hann er búin að vera frá vegna meiðsla og fékk hann fyrri hálfleikinn í dag og segir Jón Þór það gleðiefni. 

„Hann var frábær í þessum leik og Hlynur kemur inn á í hálfleik og frábært fyrir hann líka að fá 45 mínútur. Hlynur (Sævar Jónsson) auðvitað líka búin að vera lengi frá og spilaði eins og herforingi á móti Val í 60 mínútur og það var kærkomið að geta deilt þessu niður á þá tvo í dag þannig það er bara frábært."

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan. 



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner