Eddie Howe, Steven Gerrard eða Frank Lampard að taka við enska landsliðinu - Man Utd reynir við Tah - Olmo til Man Utd - Liverpool vill Simakan
banner
   sun 07. júlí 2024 18:26
Brynjar Ingi Erluson
Michael Olise til Bayern München (Staðfest)
Mynd: Bayern München
Bayern München hefur fest kaup á franska U21 árs landsliðsmanninum Michael Olise frá Crystal Palace fyrir 50,8 milljónir punda.

Olise, sem er 22 ára gamall, hefur verið með bestu mönnum Palace síðustu tvö tímabil.

Hann kom að sextán deildarmörkum í nítján leikjum á síðustu leiktíð en eftir tímabilið höfðu mörg félög áhuga á að fá hann.

Chelsea, Arsenal og Manchester United voru öll sögð áhugasöm, en hann taldi besta skrefið að fara til Bayern München sem virkjaði kaupákvæði í samningi leikmannsins.

Olise stóðst læknisskoðun í München í dag og skrifaði í kjölfarið undir fimm ára samning.

„Viðræðurnar við Bayern voru mjög svo jákvæðar og er ég ánægður að vera spila fyrir svona stórt félag. Þetta er frábær áskorun og það er nákvæmlega það sem ég var að leitast að. Ég vil sanna mig á þessu stigi og spila mitt hlutverk í að tryggja að við vinnum sem flesta titla fyrir félagið á næstu árum,“ sagði Olise við heimasíðu félagsins.


Athugasemdir
banner
banner