Endurkoma á Trafford? - Liverpool vill Eze - Pogba til Bandaríkjanna - Duran til Madríd?
   lau 06. júlí 2024 16:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
EM spáin - Það er ekkert annað í kortunum hér
Memphis Depay, sóknarmaður Hollands.
Memphis Depay, sóknarmaður Hollands.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gunni Birgis og Jói Ástvalds spá í leikina.
Gunni Birgis og Jói Ástvalds spá í leikina.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mert Gunok, markvörður Tyrklands.
Mert Gunok, markvörður Tyrklands.
Mynd: EPA
Síðasti leikurinn í átta-liða úrslitunum á EM hefst klukkan 19:00 þegar Holland og Tyrkland eigast við.

Spámenn Fótbolta.net eru Gunnar Birgisson og Jóhann Páll Ástvaldsson, íþróttafréttamenn á RÚV, en þeir hafa báðir verið frábærir í umfjöllun í kringum mótið. Þeir spá um úrslit allra leikja í útsláttarkeppninni ásamt fulltrúa Fótbolta.net. Fyrir hárréttar lokatölur fást 3 stig en 1 stig ef rétt tákn er á leiknum.

Gunnar Birgisson

Holland 2 - 0 Tyrkland
Það er ekkert annað í kortunum hér en Hollands sigur. Gakpo verið einn besti maður mótsins og skorar sem fyrr og mun hirða markakóngstitilinn. Tyrkirnir, það má aldrei vanmeta þá, þeir eru líka þannig séð á heimavelli, en Holland bara með gæðin til að klára þetta.

Jóhann Páll Ástvaldsson

Holland 3 - 1 Tyrkland
3-1 sigur Hollendinga. Koeman heyrir í Royston Drenthe fyrir leik og fær hans 360 gráðu greiningu á Ottómana tryllingnum

Þetta er skrefi of langt fyrir Tyrkina. Hollendingar eru algjört slembivals lið og létt grillað að þeir séu mættir í undanúrslit. En fáum skemmtilegan og opinn leik. Menn eru að stíga inn á völlinn til að skapa. Depay finnur fjöl sína í kvöld og á trylltan leik. Mark og stolla

Myndavélin finnur trylltan Danny Koevermans beran að ofan í stúkunni í fögnuðinum eftir leik

Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson

Holland 0 - 0 Tyrkland
Lokaður leikur sem mun enda 0-0 eftir venjulegan leiktíma, og líka eftir framlengingu. Hollendingarnir verða litlir í sér og Tyrkirnir verða líklegri til að koma inn sigurmarki, en þetta fer alla leið í vítaspyrnukeppni þar sem Mert Gunok verður hetjan.

Staðan:
Gunni Birgis - 10 stig
Fótbolti.net - 7 stig
Jói Ástvalds - 6 stig
Athugasemdir
banner