Endurkoma á Trafford? - Liverpool vill Eze - Pogba til Bandaríkjanna - Duran til Madríd?
Dagur í lífi Kristínar Dísar - Hádegishrekkur, sláarkeppni og blótsyrði á íslensku
Ásta Eir: Það væri bara mjög mikill skandall
Elísa Viðars: Maður þekkir þær eins og handarbakið á sér
Adda: Ég held að það hafi meira verið í fjölmiðlum og annað
Dagur í lífi Jasmínar - Fótbolta'ick' og skrautlegur golfhringur
„Ef ekki, þá þurfum við bara sem land að líta inn á við"
Jökull: Það hefur aldrei neitt svoleiðis verið nefnt
Hilmar Árni: Stemningsmaður og hefur gaman af lífinu
Jón Þór: Við vorum klaufar
Túfa: Erum að fara í gegnum mikið mótlæti
Tarik: Væri til að spila við þá í hverjum leik
Arnar Gunnlaugs: Virðist allt stefna í draumaúrslitaleikinn
Haddi: Ef það á að vera gaman að keyra heim, verðum við að vinna
Rúnar Páll: Maður er orðinn góður í því að fara með sömu tugguna
Stubbur: Það væri gaman að vinna þrefalt
Óðinn skoraði í sínum fyrsta leik: Ég hafði alltaf trú á því að ég myndi skora
Rúnar: Ég er drullufúll út í okkur í dag
Óskar Hrafn: Ein besta frammistaða sem ég hef séð Benó eiga í KR treyju
Anton Ari: Hundleiðinlegt að segja þetta en það er dagsatt
Benoný Breki með fernu: Alltaf gaman að fá að taka fótboltann heim
banner
   lau 06. júlí 2024 19:45
Stefán Marteinn Ólafsson
Adam Ægir: Mér hefur vantað þetta mark
Adam Ægir Pálsson leikmaður Vals
Adam Ægir Pálsson leikmaður Vals
Mynd: Fótbolti.net - J.L.

Valur tóku á móti Fylki í lokaleik dagsins þegar 13.umferð Bestu deildarinnar hóf göngu sína í dag. 

Eftir vonbrigðar tap í síðustu umferð náðu heimamenn í Val að komast aftur á sigurbraut. 


Lestu um leikinn: Valur 4 -  0 Fylkir

„Geðveikt að vinna. Við gerðum 0-0 jafntefli við þá í fyrri umferðinni og það er bara gott að ná að vinna, sérstaklega þegar það eru nokkrir meiddir eða í banni." Sagði Adam Ægir Pálsson leikmaður Vals eftir leikinn í dag.

„Við vorum með áherslu á að halda hreinu í dag. Það var mikilvægt, við erum ekki búnir að halda hreinu og búið að tala mikið um það að halda hreinu." 

Adam Ægir kom inn á sem varamaður í dag og var ekki lengi að komast á blað. 

„Ég er búin að vera kaldur í sumar og sérstaklega að skora. Mér hefur vantað þetta mark og því lengra sem líður frá markinu því meira vill maður það og verður stressaður og setur pressu á sjálfan sig. Það er loksins gott að ná markinu sínu og það væri betra að ná því í fyrstu umferð en það var gott að ná því núna."

Adam Ægir hefur mátt þola mikla bekkjarsetu í sumar en mögulega setur innkoma hans í dag einhverja pressu fyrir næstu liðsvöl. 

„Það er alltaf gott að skora en ég veit ekki hvort það muni hafa einhver áhrif hvort maður byrji eða ekki. Ég held að það sé meira frammistöðu tengt en klárlega vill maður fara spila og maður er ekkert sáttur á bekknum þannig maður þarf allavega að fara setja einhverja pressu aðmennilega og það gerist bara inni á vellinum. Vonandi breytir þetta einhverju en annars er það bara næsti leikur og gefa í." 

„Ég byrjaði seinasta tímabil mjög vel en endaði verr. Ég treysti bara því að ég snúi því við núna og endi þetta ógeðslega vel." 

Nánar er rætt við Adam Ægir Pálsson í spilaranum hér fyrir ofan.


Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 22 15 4 3 56 - 23 +33 49
2.    Breiðablik 22 15 4 3 53 - 28 +25 49
3.    Valur 22 11 5 6 53 - 33 +20 38
4.    ÍA 22 10 4 8 41 - 31 +10 34
5.    Stjarnan 22 10 4 8 40 - 35 +5 34
6.    FH 22 9 6 7 39 - 38 +1 33
7.    Fram 22 7 6 9 31 - 32 -1 27
8.    KA 22 7 6 9 32 - 38 -6 27
9.    KR 22 5 6 11 35 - 46 -11 21
10.    HK 22 6 2 14 26 - 56 -30 20
11.    Vestri 22 4 6 12 22 - 43 -21 18
12.    Fylkir 22 4 5 13 26 - 51 -25 17
Athugasemdir
banner
banner
banner