Endurkoma á Trafford? - Liverpool vill Eze - Pogba til Bandaríkjanna - Duran til Madríd?
banner
   sun 07. júlí 2024 11:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Chelsea býður Napoli Lukaku fyrir Osimhen - Zirkzee nálgast Man Utd
Powerade
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images

Slúðurpakkinn er kominn í hús. Joshua Zirkzee, VIctor Osimhen, Riccardo Calafiori, Conor Gallagher, Florian Wirtz og fleiri koma við sögu.


Manchester United hefur náð samkomulagi við Joshua Zirkzee, 23, og er nú í viðræðum við Bologna um hvernig ítalska félagið vill að United borgi riftunarákvæðið sem hljóðar upp á 34 milljónir punda.

Chelsea er tilbúið að bjóða Romelu Lukaku, 31, og Cesare Casadei, 21, til Napoli til að lækka verðmiðann á Victor Osimhen, 25. (Teamtalk)

Arsenal hefur ekki enn boðið 42.3 milljónir punda í Riccardo Calafiori, 22, miðvörð Bologna en það er verðið sem ítalska félagið vill fá. Félögin eru áfram í viðræðum. (Football Italia)

Pascal Gross hefur náð samkomulagi við Dortmund um að ganga til liðs við félagið en kaupverðiðer talið vera á bilinu 6-8.5 milljónir punda. (Sky Sports Þýskaland)

Tottenham hefur verið orðað við Conor Gallagher, 24, miðjumann Chelsea en ólíklegt er að eenski landsliðsmaðurinn fari til Tottenham í sumar þar sem viðskipti Chelsea hingað til hafa hjálpað liðinu að virða fjármálareglur. (Football Insider)

Miguel Almiron vængmaður Newcastle ræðir við umboðsmann sinn um framtíð sína. Þessi þrítugi Paragvæi hefur verið orðaður við Sádí Arabíu og er talið að Newcastle sé tilbúið að selja hann. (Chronicle)

Real Madrid telur sig geta unnið erkifjendur sína í Barcelona í baráttunni um undirskrift þýska landsliðsmannsins Florian Wirtz, 21, miðjumanns Bayer Leverkusen. (Sport)

Umboðsmaður Emiliano Martinez, 31, segir að Man Utd hafi verið nálægt því að kaupa hann frá Aston Villa á síðustu leiktíð en Erik ten Hag vildi frekar fá Andre Onana, 28. (ESPN)

Milan hefur gert tilboð í Emerson Royal, 25, hægri bakvörð Tottenham en það eer langt frá óskum enska liðsins. (Sky Sports)

Spænski framherjinn Alvaro Morata íhugar hvort hann ætti að fara til AC Milan frá Atletico Madrid en hann hefur áður sagt að hann ætli að vera áfram hjá spænska liðinu þar til hann hefur unnið eitthvað með því. (Corriere dello Sport)


Athugasemdir
banner