PSG leiðir kapphlaupið um Salah - Tuchel á blaði Man Utd - Newcastle líklegt til að reyna aftur við Guehi
banner
   lau 06. júlí 2024 10:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Kortrijk hefur lagt fram tilboð í Patrik
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

Belgíska félagið Kortrijk hefur fylgst með Patrik Sigurði Gunnarssyni, markmanni norska félagsins Viking, undanfarna mánuði samkvæmt heimildum belgíska fréttamannsins Vannoorden Jorunn hjá Nieuwsblad Sport.


Freyr Alexandersson er að sjálfsögðu stjóri Kortrijk en honum tókst að bjarga liðinu frá falli á magnaðan hátt á síðustu leiktíð.

Hann vildi fá íslenska markvörðurinn frá norska liðinu Viking í janúar en félagið ætlar nú að leggja allt í sölurnar.

Félagið hefur gert tilboð í þennan 23 ára gamla markmann. Patrik er uppalinn í Breiðabliki en gekk til liðs við Brentford árið 2018. Hann lék einn leik í Championship deildinni með liðinu.

Árið 2021 gekk hann til liðs við Viking og hefur verið fastamaður í liðinu. Hann á 4 landsleiki að baki.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner