Endurkoma á Trafford? - Liverpool vill Eze - Pogba til Bandaríkjanna - Duran til Madríd?
Pétur Péturs: Finnst þér ég orðinn svona gamall?
Nik: Ætlum ekki að liggja á liði okkar og halda að einn sé nóg
Selma Dögg stolt: Markmiðið var klárlega efstu sætin
Agla María: Eitthvað hungur sem verður til
Ásta Eir: Þetta var það sem ég sá fyrir mér þegar þessi leikur var í augsýn
Fanndís: Töpuðum ekki þessum titli í dag
Telma: Trúi því ekki að þetta hafi gerst
Vann Lengjudeildina og Bestu deildina á árinu - „Þetta er svo súrrealískt“
Víkingar skemmta sér á Akureyri í kvöld - „Vonandi verður alvöru partý í Fossvogi"
Jóhann Kristinn: Vildi ekki gefa rautt spjald í kvennaleik
Guðni: Sáttur við tímabilið
Óli Kristjáns sáttur með tímabilið: Það var alltaf trú
„Stórsigur fyrir okkur, sá stærsti í sumar það er klárt“
Rúnar: Hundleiðinlegt að tapa
Andri Rúnar um markið ótrúlega: Þá varð maður að prófa
Dagur í lífi Kristínar Dísar - Hádegishrekkur, sláarkeppni og blótsyrði á íslensku
Ásta Eir: Það væri bara mjög mikill skandall
Elísa Viðars: Maður þekkir þær eins og handarbakið á sér
Adda: Ég held að það hafi meira verið í fjölmiðlum og annað
Dagur í lífi Jasmínar - Fótbolta'ick' og skrautlegur golfhringur
banner
   sun 07. júlí 2024 17:30
Sölvi Haraldsson
John mun sakna Sigdísar: Ég brotnaði næstum því niður
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Við erum auðvitiað leið því miðað við vinnuframlagið okkar áttum við skilið að fá fleiri færi til að koma okkur inn í leikinn í dag. Við sköpuðum okkur ekki jafn mörg færi og við gerum vanalega. Kannski náðu tilfinningarnar okkur.“ sagði John Andrews, þjálfari Víkings eftir 2-0 tap gegn Val í dag.


Lestu um leikinn: Víkingur R. 0 -  2 Valur

Seinna markið sem Víkingar fengu á sig fór ekki vel í John.

Við vorum vonsvikin því við viljum ekki að boltinn fái að skoppa svona í þessu svæði. Ísabella nýtti sér það og skoraði gott mark fyrir þær en ekki okkur. Við skoðuðum markið í hálfleik og þetta voru geggjaðar hreyfingar hjá henni, greinilega eitthvað sem þær hafa unnið í.“

John er mjög stoltur af leikmönnunum í dag og þeirra framlagi.

Við fengum allavegana ekki 7 mörk á okkur núna. Okkur líður eins og við gerðum allt sem við gátum. Það er eina sem þú getur gert, þú getur ekki gefið meira en allt. Ekkert nema stoltur.“

Valsliðið vann Víking 7-2 seinast þegar liðin mættust fyrir daginn í dag en John sagðist hafa farið vel yfir þann leik með stelpunum í aðdragandanum.

Við fórum vel yfir 7-2 leikinn. Við breyttum ekki miklu í liðinu eftir þann leik en það eru þessi návígi sem við þurfum að vinna og gerðum í dag. Í dag vorum við frábærar varnarlega og við erum ánægð með það.

Sigdís Eva Bárðadóttir lék sinn seinasta leik, í bili, í Víkingstreyjunni í dag en hún er orðin nýr leikmaður sænska liðsins Norköpping. John segir að Víkingur þarf ekki að finna nýjan leikmann til að koma inn í liðið í hennar stað.

Við þurfum ekki nýja leikmenn í hennar stað, þú sást leikmennina sem spiluðu í dag í hennar stöðu, við erum mjög ánægð með hópinn. Ef það eru tveir eða þrír lausir leikmenn þá skoðum við þá auðvitað. Ef við þurfum að spila restina af tímabilinu með okkar hóp verð ég meira en sáttur.“

Við munum sakna hennar mikið. Ég brotnaði næstum því niður í seinasta viðtali þegar ég var að tala um hana. Hún er frábær leikmaður og manneskja. Ef hún verður ekki á toppnum í A-landsliðinu eftir tvö til þrjú ár þá verð ég mjög vonsvikinn því hún er frábær. Víkingur mun sakna hennar mikið bæði sem leikmann og persónu.“ bætti John síðan við.

Viðtalið við John má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner