Endurkoma á Trafford? - Liverpool vill Eze - Pogba til Bandaríkjanna - Duran til Madríd?
   sun 07. júlí 2024 16:22
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Pedri svarar Kroos: Þín afrek munu lifa að eilífu
Pedri sárþjáður
Pedri sárþjáður
Mynd: EPA
Ætlar að koma sterkari til baka til Barcelona
Ætlar að koma sterkari til baka til Barcelona
Mynd: EPA

Pedri, miðjumaður spænska landsliðsins, mun ekki spila meira á EM eftir að hafa meiðst snemma í leik liðsins gegn Þýskalandi.

Hann meiddist eftir að Toni Kroos braut á honum en Kroos var að spila sinn síðasta leik á ferlinum þar sem hann lagði skóna á hilluna eftir leikinn.

Kroos bað Pedri afsökunar á samfélagsmiðlum eftir leikinn og Pedri svaraðii afsökunarbeiðninni um hæl.

„Takk fyrir skilaboðin Toni Kroos. Svona er fótboltinn og þetta gerist. Þinn ferill og þín afrek munu lifa að eilífu," skrifaði Pedri.


Pedri ætlar ekki að fara heim því hann ætlar að styðja liðið alla leið að titlinum.

„Ég kom til Þýskalands á EM 2024 og ég mun halda áfram allt til enda. Því ég efast ekki um að draumurinn lifir. Það er tími til að hvetja þá og vera hluti af þessari frábæru fjölskyldu sem Spánn er á annan hátt," skrifaði Pedri.

„Stuðningur þeirra og ykkar allra er ótrúlegur. Erfiaðsta augnablikið er búið og leiðin til baka er hafin, verð fljótlega á fullum krafti með Barcelona."


Athugasemdir
banner
banner
banner