Juve reynir að fá Sancho - Man Utd og Arsenal keppa um Brobbey - Man City vill Gordon
   fös 05. júlí 2024 13:30
Brynjar Ingi Erluson
„Labba heim ef Mainoo byrjar ekki gegn Sviss“
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rio Ferdinand, fyrrum leikmaður Manchester United og enska landsliðsins, segir að Kobbie Mainoo verði að byrja gegn Sviss í 8-liða úrslitum Evrópumótsins á morgun.

Ferdinand var þarna að bregðast við fréttum af því að Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, væri að íhuga að gera stórtækar breytingar á leikskipulaginu fyrir leikinn gegn Sviss.

Samkvæmt miðlunum er uppleggið að byrja í 3-5-2 taktíkinni með þá Bukayo Saka og Trent Alexander-Arnold í vængbakvörðum. Kyle Walker, John Stones og Ezri Konsa myndu þá líklega spila í þriggja manna miðvarða kerfi.

Mainoo, sem átti frábært tímabil með Manchester United, byrjaði fyrsta leik sinn á mótinu í 2-1 sigrinum á Slóvakíu í 16-liða úrslitum og var einn af ljósu punktum liðsins í annars dapri frammistöðu. Hann og Declan Rice virtust ná vel saman og kallar Ferdinand eftir því að Mainoo fái aftur tækifærið á miðsvæðinu.

„Ég labba heim frá Þýskalandi ef Kobbie byrjar ekki. Hann verður að byrja,“ sagði Ferdinand á X.


Athugasemdir
banner
banner