Endurkoma á Trafford? - Liverpool vill Eze - Pogba til Bandaríkjanna - Duran til Madríd?
   mán 08. júlí 2024 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Fær leyfi til að fara í læknisskoðun hjá Ipswich
Mynd: Getty Images
Jacob Greaves, miðvörður Hull City í ensku B-deildinni, hefur fengið leyfi frá félaginu til að gangast undir læknisskoðun hjá Ipswich Town.

Greaves hefur átt fast sæti í liði Hull síðustu fjögur árin eða frá því hann gerði atvinnumannasamning við félagið.

Hann er sonur Mark Greaves, sem lék í vörn og á miðju hjá Hull frá 1996 til 2002.

Sonurinn er nú að fara taka stökkið upp í úrvalsdeildina en Ipswich Town er að nálgast samkomulag við Hull City um kaup á Greaves.

Því hefur Greaves fengið grænt ljós á að fara í læknisskoðun hjá Ipswich áður en gengið verður frá lausum endum.

David Ornstein hjá Athletic segir frá þessu og þá greindi hann einnig frá því að Ipswich væri enn í viðræðum við Hull um kaup á vængmanninum öfluga Jaden Philogene.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner