Endurkoma á Trafford? - Liverpool vill Eze - Pogba til Bandaríkjanna - Duran til Madríd?
   mán 08. júlí 2024 10:22
Elvar Geir Magnússon
Juve reynir að fá Sancho - Man Utd og Arsenal keppa um Brobbey
Powerade
Brian Brobbey leikmaður Ajax.
Brian Brobbey leikmaður Ajax.
Mynd: EPA
West Ham er með risaverðmiða á Bowen.
West Ham er með risaverðmiða á Bowen.
Mynd: EPA
Anthony Gordon.
Anthony Gordon.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ný og spennandi vinnuvika gengin í garð. Hér er mánudagsslúðrið. Juve vill leikmann frá Manchester United og Manchester City hefur áhuga á enskum landsliðsmanni hjá Newcastle. Þetta og svo miklu meira í pakka dagsins.

Juventus vill selja ítalska framherjann Federico Chiesa (26) til að afla fjár til að kaupa Jadon Sancho (24) kantmann Manchester United. Ítalska félagið á í viðræðum um hvers konar tilboð eigi að gera í Englendinginn. (Calciomercato)

Manchester United og Arsenal ætla að keppa um kaup á hollenska framherjanum Brian Brobbey (22) frá Ajax fyrir 30 milljónir punda. (Sun)

Portúgalski miðjumaðurinn Joao Palhinha (28) hefur lokið læknisskoðun hjá Bayern München en þarf að ganga frá formsatriðum með Fulham áður en hann klárar sölu til þýska stórliðsins fyrir 40 milljónir punda. (Sky Sport Þýskalandi)

Manchester United mun funda um leikmannagluggann og tekin verður ákvörðun um hvort gera eigi annað tilboð í Jarrad Branthwaite (22) miðvörð Everton og Englands. (Mail)

West Ham United metur Jarrod Bowen (27) á meira en 100 milljónir punda og ætlar ekki að selja enska landsliðsmanninn í sumar þrátt fyrir áhuga frá Newcastle United. (Football Insider)

Mason Greenwood, framherji Manchester United (22), vill að framtíð sín verði á hreinu í næstu viku, þar sem Atletico Madrid, Barcelona, ??Juventus, Lazio, Marseille og Valencia hafa áhuga. Valencia hefur boðið 25 milljónir í hann. (Mirror)

Manchester City hefur áhuga á Anthony Gordon (23) kantmannin Newcastle og Englands en samningur hans rennur út sumarið 2026. (Football Insider)

Portúgalski varnarmaðurinn Joao Cancelo (30) hefur verið boðinn til Inter og Juventus eftir að hafa snúið aftur til Manchester City eftir að lánstíma hans hjá Barcelona lauk. (La Stampa)

Real Madrid mun bíða þar til Alphonso Davies (23) vinstri bakvörður Bayern München, klárar að spila á Copa America með Kanada áður en félagið reynir að fá hann. Mögulega bíður félagið í eitt ár, þar til Davies verður samningslaus. (Diario)

Bayern München fær 17 milljónir punda ef Manchester United virkjar 34 milljóna punda riftunarákvæði Joshua Zirkzee (23), framherja Bologna. Bæjarar settu inn 50% söluákvæði þegar þeir seldu Hollendinginn til ítalska félagsins. (Florian Plettenberg)

Arsenal ætlar að gera tilboð í Dan Bentley (30) markvörð Wolves. (Express & Star)

Real Betis hefur náð samkomulagi við Leeds United um kaup á spænska varnarmanninum Diego Llorente (30). (Marca)

Spænski miðjumaðurinn Aleix Garcia (27) segir að West Ham hafi reynt að fá sig frá Girona en hann hafi valið að ganga til liðs við Bayer Leverkusen í staðinn. (Diari de Girona)

Spænski miðjumaðurinn Thiago Alcantara (33) hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna eftir að hafa yfirgefið Liverpool eftir síðasta tímabil á Anfield, sem einkenndist af meiðslum. (Fabrizio Romano)
Athugasemdir
banner
banner
banner