Endurkoma á Trafford? - Liverpool vill Eze - Pogba til Bandaríkjanna - Duran til Madríd?
   mán 08. júlí 2024 11:05
Elvar Geir Magnússon
Reiðir Þjóðverjar safna undirskriftum
Cucurella fékk boltann í hendina.
Cucurella fékk boltann í hendina.
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA
Þýskir stuðningsmenn eru margir hverjir bálreiðir út í Anthony Taylor dómara eftir að hann dæmdi ekki vítaspyrnu þegar Marc Cucurella fékk boltann í hendina í tapi gegn Spáni í 8-liða úrslitum EM síðasta föstudag.

Spánn vann leikinn 2-1 í framlengingu en áður en Mikel Merino skoraði sigurmark leiksins vildi Þýskaland fá vítaspyrnu. Skot Jamal Musiala fór í hendina á Cucurella.

Taylor dæmdi ekki víti og VAR dómarateymið bað hann ekki um að endurskoða þá ákvörðun.

Þegar þessi frétt er skrifuð hafa 32.400 skrifað undir undirskriftarlista á netinu þar sem heimtað er að leikurinn verði spilaður að nýju og Taylor tekinn af lista UEFA yfir alþjóðlega dómara.

Dale Johnson hjá ESPN segir að ákvörðun Taylor dómara hafi hinsvegar verið rétt.

„Á kynningarfundi UEFA fyrir mót var sýnt dæmi eins og með Marc Cucurella og sagt að það ætti ekki að vera vítaspyrna. Handleggur nálægt síðunni sem snýr aðallega niður/lóðrétt og/eða aftan við línu líkamans. Þetta er ólíkt vítaspyrnunni sem Joachim Andersen fékk á sig gegn Þýskalandi. UEFA telur þá armstöðu vera óeðlilega og búa til hindrun," segir Johnson.

Spánn mætir Frakklandi í undanúrslitum annað kvöld. Sigurliðið leikur til úrslita gegn Englandi eða Hollandi á sunnudaginn.


Athugasemdir
banner