Endurkoma á Trafford? - Liverpool vill Eze - Pogba til Bandaríkjanna - Duran til Madríd?
banner
   mán 08. júlí 2024 10:39
Elvar Geir Magnússon
Orri Sigurður búinn að gera nýjan þriggja ára samning við Val
Orri Sigurður Ómarsson.
Orri Sigurður Ómarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Varnarmaðurinn Orri Sigurður Ómarsson hefur gert nýjan samning við Val sem gildir til næstu þriggja ára.

Orri sem er 29 ára hefur leikið með félaginu frá árinu 2014 með smá viðkomu hjá Sarpsborg 08 í Noregi.

„Orri kom til okkar nítján ára gamall og hefur síðan þá sýnt okkur hversu góður fótboltamaður hann er. Hann hefur átt frábært tímabil í ár eftir hafa verið í basli með meiðsl. Það er afar ánægjulegt að hann hafi viljað framlengja við okkur enda mikilvægur hlekkur í því sem við erum að búa til hér á Hlíðarenda," segir Björn Steinar Jónsson varaformaður knattspyrnudeildar Vals við samfélagsmiðla félagsins.

Orri hefur á þessu tímabili skorað eitt mark í þrettán leikjum í Bestu deildinni en Valur er í öðru sæti.
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 22 15 4 3 56 - 23 +33 49
2.    Breiðablik 22 15 4 3 53 - 28 +25 49
3.    Valur 22 11 5 6 53 - 33 +20 38
4.    ÍA 22 10 4 8 41 - 31 +10 34
5.    Stjarnan 22 10 4 8 40 - 35 +5 34
6.    FH 22 9 6 7 39 - 38 +1 33
7.    Fram 22 7 6 9 31 - 32 -1 27
8.    KA 22 7 6 9 32 - 38 -6 27
9.    KR 22 5 6 11 35 - 46 -11 21
10.    HK 22 6 2 14 26 - 56 -30 20
11.    Vestri 22 4 6 12 22 - 43 -21 18
12.    Fylkir 22 4 5 13 26 - 51 -25 17
Athugasemdir
banner
banner