Endurkoma á Trafford? - Liverpool vill Eze - Pogba til Bandaríkjanna - Duran til Madríd?
banner
   mán 08. júlí 2024 09:00
Brynjar Ingi Erluson
Tvö félög í Sádi-Arabíu í viðræðum við De Gea
Mynd: Getty Images
Spænski markvörðurinn David De Gea er með tvö tilboð á borðinu frá Sádi-Arabíu en hann er nú að fara vandlega yfir stöðuna áður en hann tekur ákvörðun.

De Gea er 33 ára gamall og hefur verið án félags síðasta árið eða síðan hann rann út á samningi hjá Manchester United.

Markvörðurinn hefur tekið sér dágóðan tíma í að finna sér nýtt félag en hann hefur hafnað tilboðum frá mörgum löndum.

Hann var talinn nálægt því að ganga í raðir Real Betis um áramótin en það varð ekkert úr því. Spænskir miðlar hafa sagt frá því að fá félög ráða við launakröfur hans og því eðlilegt að hann sé kominn aftur í viðræður við félög í Sádi-Arabíu.

Ítalski blaðamaðurinn Rudy Galetti segir að Al Shabab og eitt ónefnt félag hafi bæði sent honum tilboð og nú sé hann að skoða stöðuna.

De Gea ætti að vera í fínasta formi þegar hann semur við nýtt félag en hann hefur verið í stífri einkaþjálfun síðasta árið.
Athugasemdir
banner
banner