Endurkoma á Trafford? - Liverpool vill Eze - Pogba til Bandaríkjanna - Duran til Madríd?
banner
   mán 08. júlí 2024 10:08
Elvar Geir Magnússon
Adam Ingi til Östersund (Staðfest)
Adam Ingi Benediktsson.
Adam Ingi Benediktsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Markvörðurinn Adam Ingi Benediktsson hefur fært sig um set í Svíþjóð og gengið í raðir Östersund. Hann kemur til félagsins frá Gautaborg og hefur skrifað undir samning sem gildir út tímabilið 2026.

Adam fékk ekki traustið hjá Gautaborg og leitar annað eftir spiltíma.

Adam er 21 árs og hefur leikið sex leiki fyrir U21 landslið Íslands. Í yngri flokkum lék hann fyrir FH og HK.

Stefan Lundin íþróttastjóri Östersund segir Adam hafa góða reynlu miðað við aldur. Adam sjálfur segist binda miklar vonir við félagaskiptin.

Östersund situr í ellefta sæti af sextán liðum í sænsku B-deildinni, Superettunni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner