Juve reynir að fá Sancho - Man Utd og Arsenal keppa um Brobbey - Man City vill Gordon
   fös 05. júlí 2024 11:59
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Meistaradeild kvenna: Þetta eru andstæðingar íslensku liðanna
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Dregið var í dag í 1. umferð forkeppninnar í Meistaradeild kvenna. Íslandsmeistarar síðasta árs, Valur, og Breiðablik sem endaði í 2. sæti Bestu deildarinnar, voru í pottinum. Valur fer „meistaraleiðina"; liðið getur einungis mætt öðrum meistaraliðum frá Evrópu, en Breiðablik fer „deildarleiðina" og mætir því liðum sem ekki urðu meistarar í sínum löndum, en líkurnar á andstæðingi úr sterkri deild eru meiri í þeirri leið.

Fyrirkomulagið er eins og á síðasta tímabili. Liðin eru dregin í fjögurra liða hópa þar sem spiluð eru undanúrslit og úrslit. Liðin sem vinna úrslitaleikinn fara áfram í næstu umerð. Sjö lið komast í riðlakeppnina í gegnum meistaraleiðina og fimm í gegnum deildarleiðina.

Breiðablik er í hópi 4 í deildarleiðinni, liðið dróst gegn FC Minsk frá Belarús í undanúrslitum. Í hinu undanúrslitaeinvíginu mætast portúgalska liðið Sporting og þýska liðið Eintracht Frankfurt.

Valur er í hópi 5 í meistaraliðinni, liðið mætir ZFK Ljuboten frá Norður-Makedóniu í undanúrslitum. Í hinni undanúrslitaviðureigninni mætast FC Twente frá Hollandi og Cardiff City frá Wales.

Undanúrslitin fara fram 4. september og úrslitaleikirnir eru spilaðir þremur dögum síðar. Einnig er leikið um 3. sætið en þar eru í boði Evrópustig fyrir liðin.

Íslendingalið í eldlínunni
Íslendingaliðin Bröndby og Fiorentina mætast í undanúrslitum í hópi 1 í deildarleiðinni. Þær Hafrún Rakel Halldórsdóttir og Kristín Dís Árnadóttir léku með Bröndby á liðinni leiktíð. Alexandra Jóhannsdóttir lék með Fiorentina á liðinni leiktið. Cloe Lacasse og liðsfélagar í Arsenal mæta Rangers í undanúrslitum í hópi þrjú.

Emilía Kiær Ásgeirsdóttir og stöllur hennar hjá Nordsjælland mæta portúgölsku meisturunum í Benfica í undanúrslitum í hópi 1. Sædís Rún Heiðarsdóttir og stöllur hennar í Vålerenga fara beint í úrslitaleik hóps ellefu og mæta þar annað hvort Mitrovica frá Kósóvó eða Farul Constanta frá Rúmeníu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner