Juve reynir að fá Sancho - Man Utd og Arsenal keppa um Brobbey - Man City vill Gordon
   fös 05. júlí 2024 12:00
Elvar Geir Magnússon
Sutton segir að Southgate taki mikla áhættu með breytingu á kerfi
Gareth Southgate virðist ætla að spila með þrjá miðverði.
Gareth Southgate virðist ætla að spila með þrjá miðverði.
Mynd: EPA
Svo virðist sem Gareth Southgate landsliðsþjálfari Englands ætli að skipta yfir í þriggja miðvarða kerfi fyrir leikinn gegn Sviss í 8-liða úrslitum EM.

Sparkspekingurinn Chris Sutton telur að með þessu sé Southgate að taka mikla áhættu.

„Ég er ekki viss um að núna sé rétti tíminn fyrir Gareth Southgate að skipta yfir í þriggja miðvarða vörn af ótta við Svisslendinga," segir Sutton.

„Ezri Konsa leikur með Aston Villa sem notar ekki þriggja miðvarða kerfi. Lewis Dunk fyrir Brighton, sem gerir það ekki heldur. Joe Gomez fyrir Liverpool, sem gerir það ekki. Kyle Walker og John Stones fyrir Manchester City, sem gera það ekki. Þó þú getur vissulega haldið því fram að Pep Guardiola daðri við þá uppstillingu með því að senda mann inn á miðsvæðið."

„Svo skoðar þú valmöguleikana fyrir vængbakvörð; Bukayo Saka, Kieran Trippier og Trent Alexander-Arnold."

„Það er enginn vafi á því að Sviss hefur spilað betur sem lið en England á mótinu. Þeir unnu Ítalíu. Þeir sigruðu Þýskaland næstum því. Southgate gæti verið sannfærður um að það auki sigurmöguleika Englands að spegla þeirra kerfi. Það er í lagi að vera sveigjanlegur en ég myndi ég samt frekar vilja sjá okkur þröngva stíl okkar upp á Sviss."

„Southgate hefur tekið sénsa á þessum EM sem hafa ekki alveg gengið að óskum, fyrst með Luke Shaw sem er meiddur, síðan með því að nota Alexander-Arnold á miðjunni. Í mínum huga er besta leiðin að halda sig við fjögurra manna varnarlínu eins og hann hefur spilað á mótinu hingað til."
Athugasemdir
banner
banner