Chelsea býst við að landa Guehi - Risaverðmiði á Isak - Mikill áhugi á Mateta
banner
   fös 07. febrúar 2025 08:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Hræddir um lítinn áhuga á HM félagsliða og lækka miðaverð
Mynd: Getty Images
Miðaverð á leiki á HM félagsliða næsta sumar hefur lækkað harkalega þar sem óttast er um lítinn áhuga almennings á mótinu sem haldið verður í Bandaríkjunum.

Mail Sport greinir frá þessu en þar kemur fram að miðaverð á leiki í útsláttakeppninni hafi lækkað um allt að 375 prósent.

Ódýrustu miðarnir í undanúrslitum fyrir stuðningsmenn liðanna sem taka þátt á því stigi keppninnar kostuðu áður 423 pund eða um 75 þúsund krónur. Verðið hefur lækkað niður í tæpar 20 þúsund krónur.

Verð á úrslitaleikinn lækkaði úr 717 pundum niður í 241 pund.

FIFA segir að ekki sé um að ekki sé um verðlækkun að ræða heldur sé miðað að því að verðlauna hörðustu stuðningsmennina sem ferðast til Bandaríkjanna.
Athugasemdir
banner