Bayern hefur gert tilboð í Díaz - Liverpool vill Ekitike
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
„Hætt að borða nammi í Tenerife ferðinni þegar hún var tíu ára"
GunnInga í bláa hafinu: Styðjum liðið okkar í blíðu og stríðu
„Eru geggjaðir karakterar og munu bíta fast frá sér“
Tólfan spáir sigri - „Hef bara séð eina Noregstreyju“
Fékk leyfi til að fljúga beint frá Albaníu til Sviss
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
   fös 08. mars 2019 22:22
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Rúnar: Alltaf raunhæfur möguleiki á Íslandsmeistaratitli hjá KR
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, var í viðtali eftir sigur liðsins á Víking Ó. í kvöld. KR vann leikinn 5-0 og er með fullt hús stiga í sínum riðli eftir þrjá leiki.

Rúnar var m.a. spurður út í leikinn, leikmannahópinn, meiðsli Arnþórs Inga og sumarið.

„Það var mjög margt jákvætt, við lærum fullt í þessum leikjum og höfum tækifæri á að nota leikmannahópinn okkar," sagði Rúnar.

„Við vitum það að Ólafsvíkingar eru að púsla saman nýju liði og ef við værum að spila við þá í maí þá væri það ekki svona auðvelt."

„Ég er ánægður með leikmennina sem hafa komið inn og þá ungu leikmenn sem fá tækifæri. Þetta er kærkomið tækifæri fyrir okkur til að gefa þeim tækifæri. Við erum ekki að hugsa um að gera neitt mikið meira en þetta."

„Ég vonast til þess að Arnþór geti tekið þátt í leikjum hjá okkur eftir viku eða tíu daga."

„Það kemur mér dálítið á óvart að okkur hafi verið spáð efsta sæti í ótímabæru spánni síðast, við vorum í fjórða sæti í fyrra. Þetta er meira til gamans gert hjá þeim."

„Það er og hefur alltaf verið raunhæfur möguleiki á að KR verði Íslandsmeistari."


Viðtalið í heild má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner