Arsenal reynir við Kounde - Vardy orðaður við Wrexham - Antony gæti verið áfram hjá Betis
   þri 08. apríl 2025 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Eva Ýr í Víking R. (Staðfest)
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eva Ýr Helgadóttir hefur lokið félagaskiptum frá Smára yfir til Víkings R. þar sem hún verður þriðji markvörður liðsins.

Eva Ýr er fædd 1996 og á 35 leiki að baki í efstu deild eftir að hafa alist upp með Fylki og varið mark liðsins í Pepsi-deildinni fyrir áratugi síðan. Hún sneri svo aftur í efstu deild sumarið 2022 þegar hún lék með Aftureldingu.

Eva hefur einnig leikið fyrir ÍR og Selfoss og á í heildina 184 KSÍ-leiki að baki, þar af eru 105 í næstefstu deild eða Lengjudeildinni.

Hún lék einn leik fyrir U17 landslið Íslands og getur veitt markvörðum Víkings góða baráttu um byrjunarliðssætið.
Athugasemdir
banner