
„Bara mjög vel bara flott frammistaða hjá strákunum og mjög verðskuldaður sigur að mínu mati" . Sagði Úlfur Arnar Jökulsson þjálfari Fjölnis eftir frábæran 2-1 úti sigur á Leikni í dag.
Lestu um leikinn: Leiknir R. 1 - 2 Fjölnir
Úlfur var aðspurður um hvort hann hefði ekki viljað betri nýtingu þar sem þeir sköpuðu sér helling í leiknum.
„Já ég er sammála því við skoruðum tvö góð mörk úr föstum leikatriðum sem er reyndar bara mikið gleði efni en við náðum þó að skapa okkur fullt af færum úr opnum leik og það vantaði svoldið að ná að klára það samt sem áður gott að ná að skapa þessi færi"
2 úr föstum leikatriðum er þetta einhvað sem þið leggjið upp af æfingasvæðinu var hann aðspurður.
„ekkert mikið segji ég en jújú við förum alveg yfir þetta svo sem eins og önnur lið síðan snýst þetta bara um að það komi góður bolti inní og menn séu grimmir á boltan og er svoldið bara hugafar og að ætla sér"
Njarðvík síðasti leikur ætlið þið ekki að klára þetta með stæl?
„Klárt mál tengjum nú tvo sigra í röð og endum þessa deild með að bæta þeim þriðja og komum með kassan út í playoffs"
Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.