20. umferð Pepsi Max-deildarinnar fer að mestu fram á laugardag en lýkur með leik Stjörnunnar og FH á mánudag.
Deildin hefur verið í tveggja vikna pásu en lokakaflinn er nú framundan.
Kristian Nökkvi Hlynsson, leikmaður Ajax og íslenska U21 árs landsliðsins, er spámaður umferðarinnar.
Hilmar Jökull spáði í leiki síðustu umferðar og var með þrjá leiki rétta. Svona spáir Kristian leikjum 20. umferðar:
Deildin hefur verið í tveggja vikna pásu en lokakaflinn er nú framundan.
Kristian Nökkvi Hlynsson, leikmaður Ajax og íslenska U21 árs landsliðsins, er spámaður umferðarinnar.
Hilmar Jökull spáði í leiki síðustu umferðar og var með þrjá leiki rétta. Svona spáir Kristian leikjum 20. umferðar:
KA 1 - 1 Fylkir
Fylkir þarf punkt og nær í óvæntan punkt fyrir norðan. Orri Hrafn skorar mark Fylkis en KA menn ná að jafna í lokin.
Keflavík 1 - 3 KR
KR er í bullandi séns að ná Evrópusæti þannig að ég held að þeir muni sækja þessi þrjú stig frekar léttilega. Kjartan Henry skorar 2, Atli Sig skorar banger af hægri kanntinum og svo mun Joey Gibbs skora fyrir Keflavík
ÍA 0 - 0 Leiknir
Það er alltaf einn leiðinlegur leikur í umferðinni og hann verður upp á Skaga, steindautt jafntefli.
Vikingur 2 - 1 HK
Þetta verður mjög skemmtilegur leikur á heimavelli hamingjunnar. Víkingarnir búnir að vera bilað góðir á tímabilinu og klára þennan leik 2-1. Stalli setur 2 enda búinn að vera sjóðandi heitur
Breiðablik 3 - 1 Valur
Stærsti leikur umferðarinnar og verður þetta stál í stál fyrstu mínuturnar en þegar líður á leikinn þá ganga Blikarnir á lagið og taka stigin með 3-1 sigri. Höggi setur einn úr aukaspyrnu og svo verða Viktor Karl og Árni Vill með hin tvö
Stjarnan 0 - 1 FH
Bæði lið ekki búin að standast væntingar á tímabilinu og eru svo sem ekki að spila uppá neitt sæti, þetta verður bara 1-0 sigur FH-inga og Jónatan kemur með gott solo mark.
Stöðutaflan
L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir