„Ég veit það ekki. Ég fæ boltann þarna og við þurftum mark þannig að ég lét bara vaða. Það fór svona þannig að það er bara geggjað," sagði Andri Fannar Baldursson, hetja U21 landsliðsins, eftir sigur gegn Tékklandi í fyrsta leik í undankeppni Evrópumótsins.
Lestu um leikinn: Ísland U21 2 - 1 Tékkland U21
Það stefndi í jafntefli eftir að Tékkar jöfnuðu metin á 87. mínútu en Andri Fannar, sem átti stórkostlegan leik, ákvað bara að taka málin í sínar eigin hendur.
„Ég smellhitti hann og það var geggjuð tilfinning þegar ég sá hann syngja upp í horninu."
Það er gríðarlega sterkt að vinna þennan leik, að byrja undankeppnina á þremur stigum.
„Það var virkilega mikilvægt. Við vorum með stjórn á leiknum mestmegnis. Þeir skora eitthvað aulamark. Við þurftum að koma til baka og við sýnum karakter. Þetta sýnir hversu góð liðsheild við erum."
Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér fyrir ofan.
Goal! | Andri Fannar Baldursson | Iceland U21 2-1 Czech Republic U21
— The Football News (@footballforfun8) September 12, 2023
pic.twitter.com/lwc9y4O3bX
Athugasemdir