Man City hefur áhuga á Pogba - Barist um Kudus - Amorim ætlar að styrkja hóp Man Utd
   sun 15. desember 2024 16:59
Brynjar Ingi Erluson
Championship: Burnley sneri taflinu við í síðari hálfleik
Josh Brownhill skoraði sigurmark Burnley
Josh Brownhill skoraði sigurmark Burnley
Mynd: Getty Images
Burnley vann fimmta leik sinn á einum mánuði er liðið kom til baka og lagði Norwich, 2-1, í ensku B-deildinni í dag.

Liðið hefur verið á miklu flugi í deildinni upp á síðkastið og ekki tapað í átta leikjum.

Burnley fékk hins vegar enga draumabyrjun í dag. Jose Cordoba kom Norwich í forystu strax á 2. mínútu leiksins og þá meiddist franski varnarmaðurinn Maxime Esteve tíu mínútum síðar.

Í síðari hálfleiknum náðu Burnley-menn að snúa taflinu við með tveimur mörkum á stuttum tíma. Zian Flemming jafnaði metin á 68. mínútu og þá gerði Josh Brownhill sigurmarkið átta mínútum síðar.

Burnley er í 3. sæti deildarinnar með 41 stig og nú fjórum stigum frá toppliði Sheffield United og er taplaust í átta leikjum.

Fílabeinsstrendingurinn Vakoun Bayo skoraði bæði mörk Watford í 2-1 sigri á WBA á Vicarage Road.

Bayo skoraði mörkin sitt hvoru megin við hálfleikinn en Jayson Molumby gerði eina mark WBA þegar rúmar tuttugu mínútur voru til leiksloka.

Watford er taplaust í síðustu sex leikjum sínum, unnið þrjá og gert þrjú jafntefli, en liðið er í 7. sæti með 34 stig á meðan WBA er í sætinu fyrir neðan með 32 stig.

Norwich 1 - 2 Burnley
1-0 Jose Cordoba ('2 )
1-1 Zian Flemming ('68 )
1-2 Josh Brownhill ('76 )

Watford 2 - 1 West Brom
1-0 Vakoun Issouf Bayo ('35 )
2-0 Vakoun Issouf Bayo ('50 )
2-1 Jayson Molumby ('67 )
Stöðutaflan England Championship - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Sheffield Utd 21 14 5 2 30 11 +19 45
2 Leeds 21 12 6 3 37 15 +22 42
3 Burnley 21 11 8 2 26 8 +18 41
4 Sunderland 21 11 7 3 32 17 +15 40
5 Blackburn 20 11 4 5 25 17 +8 37
6 Middlesbrough 21 10 4 7 35 25 +10 34
7 Watford 20 10 4 6 29 26 +3 34
8 West Brom 21 7 11 3 24 16 +8 32
9 Sheff Wed 21 8 5 8 26 30 -4 29
10 Swansea 21 7 6 8 23 22 +1 27
11 Bristol City 21 6 9 6 26 26 0 27
12 Norwich 21 6 8 7 36 32 +4 26
13 Millwall 20 6 7 7 20 18 +2 25
14 Derby County 21 6 6 9 26 26 0 24
15 Coventry 21 6 6 9 27 30 -3 24
16 Preston NE 21 4 11 6 21 27 -6 23
17 Stoke City 21 5 7 9 23 28 -5 22
18 QPR 21 4 10 7 21 27 -6 22
19 Luton 21 6 4 11 23 37 -14 22
20 Oxford United 20 4 6 10 21 33 -12 18
21 Cardiff City 20 4 6 10 19 32 -13 18
22 Portsmouth 19 3 8 8 21 34 -13 17
23 Plymouth 20 4 5 11 19 42 -23 17
24 Hull City 21 3 7 11 19 30 -11 16
Athugasemdir
banner
banner
banner