Rúnar Alex Rúnarsson og félagar hans í danska stórliðinu FCK eru komnir áfram í undanúrslit danska bikarsins eftir að hafa unnið Kolding í dag.
Liðin voru að mætast í annað sinn en FCK vann fyrri leikinn 3-1 á heimavelli Kolding.
Ari Leifsson spilaði í vörn Kolding í báðum leikjunum en Rúnar Alex Rúnarsson var ekki með FCK.
FCK gerði út um einvígið með 1-0 sigri í dag og fer því samanlagt áfram, 4-1.
Undanúrslitin fara fram í lok apríl og byrjun maí en úrslitaleikurinn er síðan spilaður 29. maí.
Adam Ægir Pálsson kom inn af bekknum hjá Perugia sem tapaði fyrir Pontedera, 2-1, í ítölsku C-deildinni. Perugia er í 13. sæti B-riðils með 22 stig.
Brynjólfur Andersen Willumsson lék þá síðasta hálftímann er Groningen tapaði fyrir Twente, 2-0, á útivelli. Groningen er í 14. sæti með 16 stig.
Kolbeinn Birgir Finnsson var ónotaður varamaður hjá Utrecht sem gerði dramatískt 3-3 jafntefli við Go Ahead Eagles þar sem hinn 19 ára gamli Adrian Blake skoraði tvö mörk á lokamínútunum fyrir Utrecht. Liðið er í 3. sæti hollensku deildarinnar með 36 stig.
Athugasemdir