Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
   mán 17. september 2018 20:15
Ester Ósk Árnadóttir
Sandra Jessen: Auðvitað er maður hundsvekktur
Sandra var á skotskónum fyrir Þór/KA í dag.
Sandra var á skotskónum fyrir Þór/KA í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Þetta var mjög svekkjandi í síðustu umferð og við vildum gera betur. Við ákváðum að koma brjálaðar til leiks og sýna að við erum betri en við vorum í síðasta leik. Ég held við höfum spilað heilt yfir góðan leik,  sagði Sandra Jessen fyrirliði Þór/KA eftir 4-1 sigur á móti Val á Þórsvellinum í dag.

Lestu um leikinn: Þór/KA 4 -  1 Valur

Þór/KA spilaði vel í dag og uppskar fjögur mörk.

Mér fannst hann spilast nokkuð vel. Þetta er einn af þeim leikjum sem við héldum vel í boltann og vorum að ná að skipta á milli svæða hægri til vinstri og náum að opna þær þannig. Náum fjórum góðum mörkum inn sem er ekki auðvelt á móti jafn góðu liði og Val.  

Valur gerði sig líklega til að jafna í stöðunni 2-1 en skallamark Örnu Sif drap leikinn.

Ég held að það hafi drepið allar vonir Vals um að ná jöfnunarmarkinu eftir að við skorum. Auðvitað þurftum við að klára leikinn en samt sem áður gott.  

Þrátt fyrir góðan sigur á móti Val eru úrslitin ráðinn í Pepsí-deild kvenna. Breiðablik vann góðan sigur á Selfoss og eru Íslandsmeistarar. Þór/KA klárar mótið í öðru sæti.

Auðvitað er maður hundsvekktur að vita að Breiðablik vann Selfoss en við gerðum okkar og kláruðum okkar leik. Þetta var ekki í okkar höndum þannig við þurftum að vona en því miður gekk það ekki eftir. Við erum samt sem áður stoltar, við erum búnar að vinna alla heimaleiki okkar í sumar og það er frábært afrek. Síðan þarf bara að vinna í útileikjunum fyrir næsta sumar. 

Hægt er að horfa á viðtalið í heild sinni hér að ofan. 
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner