Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 18. júlí 2021 18:07
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Margrét Lára í Pepsi Max Stúkuna og fleiri á leiðinni
Margrét Lára og Sif Atladóttir.
Margrét Lára og Sif Atladóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Margrét Lára Viðarsdóttir, ein besta fótboltakona Íslands frá upphafi, mun koma inn í Pepsi Max Stúkuna á Stöð 2 Sport annað kvöld.

Frá þessu sagði Guðmundur Benediktsson í útvarpsþættinum Fótbolta.net í gær.

Margrét Lára hefur verið að festa sig í sessi sem öflugur sérfræðingur í sjónvarpi, bæði í kringum enska boltann, íslenska boltann og nú síðast EM.

Hún hefur verið sérfræðingur í kringum Pepsi Max-deild kvenna á Stöð 2 Sport en mun núna koma inn í Pepsi Max Stúkuna þar sem fjallað er um Pepsi Max-deild karla.

„Þið munuð sjá ný andlit á næstu dögum og vikum. Núna á mánudag kemur Margrét Lára inn. Ég er mjög spenntur. Margrét Lára er ofboðslega vel að sér og fylgist ofboðslega vel með. Það er gaman að ræða fótbolta við hana. Hún er ein besta knattspyrnukona Íslandssögunnar," sagði Guðmundur í útvarpsþættinum.

„Ég get því miður ekki staðfest fleiri nöfn en það er verið að vinna hörðum höndum að því að klára þau mál."

Að vera sérfræðingur í sjónvarpi er góður auglýsingagluggi. Þau á Stöð 2 Sport hafa fengið að kynnast því í sumar. Ólafur Jóhannesson og Jón Þór Hauksson byrjuðu sumarið sem sérfræðingar í Pepsi Max Stúkunni en eru núna báðir komnir í þjálfaraúlpuna; Ólafur hjá FH og Jón Þór hjá Vestra.
Gummi Ben um EM og spennandi Pepsi Max umferð
Athugasemdir
banner
banner
banner