Kompany vill taka við Bayern - Isak og Brobbey efstir á blaði Arsenal - McKenna orðaður við Chelsea og Man Utd
banner
þriðjudagur 21. maí
Besta-deild karla
föstudagur 17. maí
Mjólkurbikar karla
mánudagur 13. maí
Lengjudeild kvenna
þriðjudagur 7. maí
Lengjudeild kvenna
mánudagur 6. maí
Besta-deild karla
Lengjudeild kvenna
laugardagur 4. maí
2. deild karla
Besta-deild karla
Lengjudeild karla
miðvikudagur 1. maí
Lengjudeild karla
mánudagur 29. apríl
Besta-deild karla
þriðjudagur 23. apríl
þriðjudagur 21. maí
Vináttulandsleikur
North Macedonia U-19 - Montenegro U-19 - 16:00
lau 20.apr 2024 15:30 Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Magazine image

Gott að koma aftur heim á Akureyri úr erfiðu umhverfi hjá Parma

Margrét Árnadóttir er bara 24 ára gömul en er þrátt fyrir það ein af reynslumestu leikmönnunum í ungu liði Þórs/KA. Margrét var mjög sigursæl í yngri flokkunum og varð hún svo Íslandsmeistari með liði Þórs/KA árið 2017. Hún er nýlega komin aftur heim eftir erfiða en á sama tíma lærdómsríka dvöl hjá stóru félagi á Ítalíu. Tengingin við Akureyri er sterk og er hún spennt fyrir því að deila velli með systur sinni í öflugu liði Þórs/KA í sumar.

Í leik með Þór/KA sumarið 2017.
Í leik með Þór/KA sumarið 2017.
Mynd/Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
'Hann var bara geggjaður. Hann var eiginlega alltof góður þjálfari til að þjálfa mig eitthvað í 5. flokki og 4. flokki. Það er ekkert langt á milli að hann fer úr því í meistaraflokk KA'
'Hann var bara geggjaður. Hann var eiginlega alltof góður þjálfari til að þjálfa mig eitthvað í 5. flokki og 4. flokki. Það er ekkert langt á milli að hann fer úr því í meistaraflokk KA'
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sumarið 2017 var magnað fyrir Margréti.
Sumarið 2017 var magnað fyrir Margréti.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Að hafa Söndru Maríu (Jessen) í liðinu var geggjuð þar sem hún tekur alltaf vel á móti öllum'
'Að hafa Söndru Maríu (Jessen) í liðinu var geggjuð þar sem hún tekur alltaf vel á móti öllum'
Mynd/Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Íslandsmeistarar 2017.
Íslandsmeistarar 2017.
Mynd/Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Í leik gegn Wolfsburg í Meistaradeildinni.
Í leik gegn Wolfsburg í Meistaradeildinni.
Mynd/Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
'Donni hættir með Þór/KA um haustið sem ég fer og hálft liðið fer. Maður sá aukin tækifæri fyrir sjálfa sig í því. Það var líka spennandi og ég gat gert mér vonir um stærra hlutverk hér heima'
'Donni hættir með Þór/KA um haustið sem ég fer og hálft liðið fer. Maður sá aukin tækifæri fyrir sjálfa sig í því. Það var líka spennandi og ég gat gert mér vonir um stærra hlutverk hér heima'
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fór til Parma á Ítalíu.
Fór til Parma á Ítalíu.
Mynd/Parma
Með Gianluigi Buffon, markvarðargoðsögn.
Með Gianluigi Buffon, markvarðargoðsögn.
Mynd/Úr einkasafni
'Þetta var samt skemmtileg upplifun og ég eignaðist góðar vinkonur, en umhverfið var sérstakt. Þjálfarinn var ekki eins og sést hér á Íslandi. Hér er lagt mjög mikið upp úr uppbyggjandi umhverfi en þetta var algjörlega andstæðan'
'Þetta var samt skemmtileg upplifun og ég eignaðist góðar vinkonur, en umhverfið var sérstakt. Þjálfarinn var ekki eins og sést hér á Íslandi. Hér er lagt mjög mikið upp úr uppbyggjandi umhverfi en þetta var algjörlega andstæðan'
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sneri aftur heim í Þór/KA síðasta sumar.
Sneri aftur heim í Þór/KA síðasta sumar.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Jói er náttúrulega frábær þjálfari eins og allir vita. Ég held að hann geti farið með okkur mjög langt'
'Jói er náttúrulega frábær þjálfari eins og allir vita. Ég held að hann geti farið með okkur mjög langt'
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Amalía Árnadóttir í leik með Þór/KA síðasta sumar.
Amalía Árnadóttir í leik með Þór/KA síðasta sumar.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Mér finnst hún vera mjög efnilegur leikmaður. Hún hefur líka verið að fá sénsinn með U19 landsliðinu sem er ótrúlega skemmtilegt. Ég er ótrúlega stolt af henni'
'Mér finnst hún vera mjög efnilegur leikmaður. Hún hefur líka verið að fá sénsinn með U19 landsliðinu sem er ótrúlega skemmtilegt. Ég er ótrúlega stolt af henni'
Mynd/Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Er að þjálfa og er í námi með fótboltanum.
Er að þjálfa og er í námi með fótboltanum.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þór/KA fagnar marki síðasta sumar.
Þór/KA fagnar marki síðasta sumar.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Ég er mjög spennt að komast úr þessu undirbúningstímabili og að fara að byrja. Fyrsti leikurinn verður mjög krefjandi en það verður bara skemmtilegt. Ég hef mjög mikla trú á þessu verkefni'
'Ég er mjög spennt að komast úr þessu undirbúningstímabili og að fara að byrja. Fyrsti leikurinn verður mjög krefjandi en það verður bara skemmtilegt. Ég hef mjög mikla trú á þessu verkefni'
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sjá einnig:
Spá Fótbolta.net fyrir Bestu kvenna: 3. sæti
Hin hliðin - Hulda Björg Hannesdóttir (Þór/KA)

„Þegar ég byrjaði í fótbolta, þá hafði ég ekki mikinn áhuga strax. Ég var að elta eina vinkonu úr skólanum sem var að æfa. Hún dró mig með sér. Svo fór ég að hafa mikinn áhuga stuttu eftir að ég byrjaði," segir Margrét Árnadóttir í samtali við Fótbolta.net.

Sterkur hópur
Margrét ólst upp í KA og fór í gegnum fyrstu árin í fótboltanum í gula hluta Akureyrar.

„Það hefur alltaf verið mikið lagt upp úr liðsheildinni hérna"

„Ég byrjaði í KA og það var mjög gaman. Við vorum alltaf stór hópur miðað við það að við vorum á Akureyri. Ég var alltaf mjög heppin með þjálfara og allar vinkonurnar voru með mér í þessu. Það var bara geggjað," segir Margrét en yngri flokkarnir voru sterkir á Akureyri þegar hún var að alast upp.

„Ég var í mjög sterkum árgangi á Akureyri og það var ótrúlega skemmtilegt. Í 2. flokki unnum við marga titla og líka í meistaraflokki. Það var geggjuð stemning að vera í Þór/KA þessi ár og mikið af þessum stelpum eru enn partur af liðinu sem er ógeðslega skemmtilegt. Þessi kjarni hefur haldist vel saman."

„Það hefur alltaf verið mikið lagt upp úr liðsheildinni hérna, bæði þegar ég var í KA og þegar ég gekk upp í Þór/KA. Hjá KA var líka lögð mikil áhersla á að hafa frábæra þjálfara í yngri flokkum hjá bæði stelpum og strákum. Það skipti mjög miklu máli. Og þegar við komum í Þór/KA er það þannig líka. Jói, sem er að þjálfa okkur núna, var að þjálfa okkur þá og svo kemur Donni inn og tekur við af honum."

Túfa hjálpaði mikið
Þegar Margrét er spurð út í þjálfarann sem hafði hvað mest áhrif á hana þegar hún var að alast upp, þá er hún fljót að svara.

„Það voru alltaf skýr markmið og hann hafði ótrúlega mikla trú á okkur"

„Ég var mjög heppin að vera með Túfa (Srdjan Tufegdzic) sem þjálfara í þrjú ár þegar ég var hjá KA. Það er eftirminnilegasti þjálfarinn sem ég hafði í yngri flokkum. Hann var bara geggjaður. Hann var eiginlega alltof góður þjálfari til að þjálfa mig eitthvað í 5. flokki og 4. flokki. Það er ekkert langt á milli að hann fer úr því í meistaraflokk KA," segir Margrét en Túfa er í dag að þjálfa í Svíþjóð.

„Hann lagði svo ótrúlega mikið upp úr skipulagi. Þegar við mættum á fyrstu æfinguna í 4. flokki voru færslur á æfingu. Hann lagði líka gríðarlega mikið upp úr liðsheild og hópurinn var alltaf að gera eitthvað saman. Hann hafði mikla trú á okkur öllum. Þegar hann byrjaði með okkur í 5. flokki talaði hann um að við ætluðum að vinna Pæjumótið í Eyjum. Hann var bara þarna. Svo náðist það bara. Það voru alltaf skýr markmið og hann hafði ótrúlega mikla trú á okkur. Hann lagði mikinn metnað í þetta og það var gífurlega gaman að taka þátt í því."

Ótrúlegt sumar
Margrét, sem getur leyst margar stöður framarlega á vellinum, spilaði sína fyrstu leiki með meistaraflokki Þórs/KA sumarið 2016 en það var ekki auðvelt að komast í liðið á þeim tíma. Árið eftir - 2017 - verður Margrét Íslandsmeistari með meistaraflokki Þórs/KA en á sama tíma verður hún einnig deildar- og bikarmeistari með 2. flokki.

„Ég fékk þarna ágætlega stórt hlutverk í þessu Íslandsmeistaraliði"

„Það var erfitt að komast í meistarflokkinn því það var mikið af mjög góðum stelpum í liðinu og 2. flokkurinn var mjög sterkur líka. Það tók tíma að fá sénsinn en upplifunin var alltaf góð. Mér fannst alltaf tekið vel á móti mér í meistaraflokknum og það var ekki sett mikil pressa á hann. Að hafa Söndru Maríu (Jessen) í liðinu var geggjuð þar sem hún tekur alltaf vel á móti öllum. Karen Nóa var þarna líka og hún hjálpaði mikið. Mér fannst alltaf mjög vel tekið á móti mér og mér fannst ég til að byrja með nýta mína sénsa ágætlega sem hjálpaði líka," segir Margrét.

„Sumarið 2017, þá gekk einhvern veginn allt upp. Ég var kannski ekki alveg tilbúin en Sandra María meiddist og ég kom inn fyrir hana. Eins slæmt og það var að missa Söndru, þá var geggjað fyrir mig að fá mínútur þetta sumar. Ég fékk þarna ágætlega stórt hlutverk í þessu Íslandsmeistaraliði. Maður finnur ótrúlega mikinn meðbyr frá samfélaginu og mætingin þetta sumar var geggjuð. Það var sama hvert maður fór, þá var alltaf verið að hrósa manni og svona."

Ætlaði að skreppa heim í vikufrí
Sumarið 2019 ákvað Margrét að fara í háskóla í Bandaríkjunum, en hún var þar í tæpt ár.

„Maður sá aukin tækifæri fyrir sjálfa sig í því"

„Ég fór til Pittsburgh í háskóla árið 2019 og þetta var ótrúlega skemmtilegt. Þetta var allt öðruvísi fótbolti og samfélag en er hérna. Ég meiðist heima þetta sumar og fer út meidd. Það gerði þetta aðeins erfiðara. Það er svo ótrúlega mikið lagt upp úr líkamlega þættinum í Bandaríkjunum. Þetta snýst mikið um að geta hlaupið og að hlaupa hratt. Það var ekki alveg eins og hérna heima, þó það sé að aukast hér. Svo kom Covid. Ég ætlaði að skreppa heim í viku frí en ég meðan ég var heima lokaði Trump landamærunum og ég fór ekki aftur út," segir hún.

Árið 2020 vildi Margrét að vera áfram á Íslandi og fékk hún stærra hlutverk í Þór/KA-liðinu.

„Þótt að þetta hafi verið ótrúlega skemmtilegt þá fannst mér eitt ár bara vera fínt. Ég var alveg komin með nóg af því að vera í skóla og það var enginn metnaður til að sinna náminu þá. Donni hættir með Þór/KA um haustið sem ég fer og hálft liðið fer. Maður sá aukin tækifæri fyrir sjálfa sig í því. Það var líka spennandi og ég gat gert mér vonir um stærra hlutverk hér heima," segir Margrét og heldur áfram:

„Það varð alveg þreytandi að vera alltaf að berjast um að halda sæti sínu í deildinni. Ég myndi samt segja að þessi ár hafi skipt gríðarlega miklu máli í árangrinum sem við höfum náð í dag og bætingunni sem við höfum náð. Þarna fengu margir ungir leikmenn stærra hlutverk og mínútur, leikmenn sem eru í liðinu í dag. Við vorum á tæpasta vaði með að halda okkur uppi þessi þrjú ár frá 2020 til 2022, en náðum því alltaf og það var gríðarlega mikilvægt. Ég myndi klárlega segja að þetta hafi undirbúið þessa leikmenn sem eru í liðinu í dag. Við erum með ungan hóp en samt er meirihlutinn búinn að vera í meistaraflokki í þrjú eða fjögur ár."

Langaði að prófa eitthvað nýtt
Um áramótin 2023 kom upp áhugavert tækifæri sem Margrét ákvað að stökkva á.

„Ég hugsa mig allavega tvisvar um áður en ég fer aftur til Ítalíu"

„Ég var mjög ákveðin í því að mig langaði að prófa eitthvað nýtt þegar ég fer út til Parma. Það hafði ekkert með Þór/KA að gera en mér fannst ég þurfa að komast í nýtt umhverfi og fá einhverja áskorun. Þetta kom upp á milli jóla og nýárs. Umboðsmaðurinn minn heyrði í mér og ég hafði einhverja 24 tíma til að svara. Svo var ég farin út 2. janúar. Þetta var fljótt að gerast, en ég var samt búin að ákveða að ég væri að fara eitthvað út," segir hún.

Þarna var hún orðin atvinnukona og lifði eingöngu á því að spila fótbolta, en umhverfið í kringum liðið var ekki alveg eins og hún hefði samt kosið.

„Þetta er mjög öðruvísi en að vera á Íslandi. Þetta er allt öðruvísi menningarheimur er hér. Umhverfið er mun harðara og miklu meiri pressa. Þetta er atvinnumannadeild og þetta er bara vinnan þín. Maður mætti um morgunin og var að fara seinna um daginn. Það er ótrúlega skemmtilegt að lifa á því að spila fótbolta, þótt að umhverfið og andinn sem var þarna hafi ekki verið frábær. Ég hugsa mig allavega tvisvar um áður en ég fer aftur til Ítalíu," segir hún.

Algjörlega andstæðan
Margrét segir að umhverfið sem Domenico Panico, þjálfarinn hjá Parma, skapaði hafi ekki verið ákjósanlegt.

„Hér er lagt mjög mikið upp úr uppbyggjandi umhverfi en þetta var algjörlega andstæðan"

„Þetta var samt skemmtileg upplifun og ég eignaðist góðar vinkonur, en umhverfið var sérstakt. Þjálfarinn var ekki eins og sést hér á Íslandi. Hér er lagt mjög mikið upp úr uppbyggjandi umhverfi en þetta var algjörlega andstæðan. Snerist frekar um að brjóta mann niður. Það var alltaf eitthvað að á hverri æfingu og maður þurfti að vera með þykkan skráp. Þetta var mjög öðruvísi fyrir mig. Ég veit ekki hvernig þetta er annars staðar á Ítalíu, ég get bara talað fyrir mig," segir Margrét.

„Við enduðum bara á því að falla. Það var stundum eins og það væri verið að leita uppi vandamál. Það var alltaf eitthvað hjá þessum þjálfara. Hann var duglegur að láta fólk heyra, hvort sem það voru við leikmennirnir eða starfsfólkið í kringum hann. Ég reyndi bara að láta þetta ekki hafa áhrif á mig, en það var erfitt. Ég var mjög mikið á tánum. En ég sé alls ekki eftir því ég fékk líka að kynnast ótrúlega skemmtilegu fólki sem ég er enn í miklu sambandi við. Síðan lærði ég ótrúlega mikið og mér finnst ég hafa bætt mig þó spiltíminn hafi ekki verið eins mikill og ég vildi. Ég get tekið mikið með mér."

Félagið sjálft gerði hlutina bara nokkuð vel.

„Það var allt til fyrirmyndar hjá félaginu sjálfu. Við fengum að spila á sama velli og strákarnir voru að spila á, það var aldrei neitt launavesen og aðstaðan var bara flott. Upplifun mín var aðallega lituð af þjálfaranum. Ég held að svona þjálfunaraðferðir séu algengar þarna eða það heyrðist mér allavega á þeim sem voru þarna."

Sneri aftur heim
Síðasta sumar sneri Margrét svo aftur heim á Akureyri þegar Parma féll úr ítölsku úrvalsdeildinni. Það var mikill fengur fyrir Þór/KA að fá hana aftur í sínar herbúðir.

„Það kom þá ekki neitt annað til greina en að fara í Þór/KA hér heima"

„Samningurinn minn við Parma átti að vera lengur en hann féll úr gildi þar sem við fórum niður um deild. Ef við hefðum haldið okkur uppi, þá veit ég ekki alveg hvað hefði gerst. Ég elskaði að búa þarna og lífið var skemmtilegt. En samningurinn féll úr gildi og þá leiðin alltaf til Akureyrar. Það voru einhver félög erlendis sem höfðu áhuga en það var ekkert sem heillaði mig. Það kom þá ekki neitt annað til greina en að fara í Þór/KA hér heima. Tengingin er sterk við Akureyri. Það eru spennandi tímar hér og Jói (Jóhann Kristinn Gunnarsson) er að gera góða hluti. Ég var alltaf í miklu sambandi við þessar stelpur og litla systir mín er hluti af liðinu. Það var erfitt að hafna því og ég sé alls ekki eftir því núna," segir Margrét.

„Það er mikill metnaður hérna og við viljum gera vel. Ég hef fulla trú á því að við getum farið eins langt og við viljum í sumar. Ég sé helling af tækifærum fyrir okkur í deildinni. Jói er náttúrulega frábær þjálfari eins og allir vita. Ég held að hann geti farið með okkur mjög langt."

Erum bestu vinkonur
Amalía Árnadóttir, systir Margrétar, spilaði fínt hlutverk í liði Þórs/KA í fyrra þrátt fyrir að vera fædd árið 2006. Margrét segir það forréttindi að spila með systur sini.

„Það eru sjö ár á milli okkar en við erum samt bestu vinkonur"

„Það er geggjað að spila með systur minni. Þegar ég sá tækifæri á að spila með henni, þá var mjög erfitt að gera það ekki. Það eru sjö ár á milli okkar en við erum samt bestu vinkonur. Það eru forréttindi að fá að spila með fjölskyldunni sinni og ég vona innilega fyrir hennar hönd að hún fái enn stærra hlutverk í sumar. Hún fékk helling af tækifærum í fyrra sem mér fannst hann hún nýta frábærlega," segir Margrét.

„Mér finnst hún vera mjög efnilegur leikmaður. Hún hefur líka verið að fá sénsinn með U19 landsliðinu sem er ótrúlega skemmtilegt. Ég er ótrúlega stolt af henni."

Er að þjálfa og í háskóla
Meðfram fótboltanum er Margrét að þjálfa yngri flokka í Þór og þá er hún að klára háskólanám.

„Það sem mér finnst spennandi er að byggja þessi samfélög enn frekar upp"

„Ég er að þjálfa fótbolta og er að klára háskólanám líka. Ég er þjálfari hjá Þór í 7. og 5. flokk kvenna. Svo er ég líka yfirþjálfari yfir yngri flokkum kvenna. Ég hef þá verið að aðstoða hjá 2. og 3. flokki Þórs/KA líka. Ég sé það fyrir mér að starfa áfram innan íþróttafélaga. Ég er að klára núna nám í viðskiptafræði við háskólann á Bifröst. Mig langar að fara í eitthvað íþróttastjórnunartengt í framtíðinni. Mig langaði mjög mikið að fara í íþróttastjórnun innan íþróttafélaga en það er held ég ekki kennt á Íslandi. Ég þarf að skoða það frekar," segir Margrét og heldur áfram:

„Ég gæti vel hugsað mér að starfa á bak við tjöldin hjá íþróttafélögum. Mér finnst það mjög spennandi. Ég hef verið hluti af þessum samfélögum hjá KA og Þór lengi, og Þór/KA. Það sem mér finnst spennandi er að byggja þessi samfélög enn frekar upp."

Hún segir það skemmtilegt að þjálfa.

„Mér finnst líka mjög skemmtilegt að þjálfa. Þetta er langskemmtilegasta vinna sem ég hef haft með fótboltanum. Maður þarf að byrja einhvers staðar ef maður ætlar að starfa innan íþróttafélaga. Síðan getur maður vonandi unnið sig upp. Ég er orðin yfirþjálfari núna hjá stelpunum og það skref í rétta átt."

Hefur mikla trú
Besta deildin hefst á morgun þegar Íslandsmeistarar Vals taka á móti Þór/KA.

„Ég hef mjög mikla trú á þessu verkefni

„Ég er mjög spennt að komast úr þessu undirbúningstímabili og að fara að byrja. Fyrsti leikurinn verður mjög krefjandi en það verður bara skemmtilegt. Ég hef mjög mikla trú á þessu verkefni. Ég held líka að deildin verði mjög spennandi og það verði meira jafnræði með liðunum. Og fleiri möguleikar," sagði Margrét að lokum.
Athugasemdir
banner
banner