
Mikil töf varð á íslenskum stuðningsmönnum í Marseille gegn Ungverjum vegna öryggisgæslunnar þar og margir sem komu á völlinn eftir að upphafsflautan gall.
Ragnar Sigurðsson var spurður út í hvort það gæti verið mikilvægt að áhorfendur mæti snemma og styðji liðið vel á meðan á upphitun stendur.
Ragnar Sigurðsson var spurður út í hvort það gæti verið mikilvægt að áhorfendur mæti snemma og styðji liðið vel á meðan á upphitun stendur.
„Ég hef aldrei pælt í þessu en þegar þú segir það, er það ákeðin stemning að koma á völlinn í upphitum og heyra í áhorfendum og finna fyrir stuðningnum. Það væri gott ef fólk myndi mæta aðeins fyrr," sagði Ragnar á fréttamannafundi í dag.
Heimir Hallgrímson, landsliðsþjálfari, skaut svo inn í.
„Þetta hefur snarlagast. Með hverjum leiknum er þetta alltaf að batna. Batnandi mönnum er best að lifa."
„Mér finnst þetta allt vera að lagast og þetta hefði verið frábær í síðasta leik ef hólfið hefði verið opið," sagði Heimir.
Fótbolti.net er með öflugt teymi á Evrópumótinu og færir ykkur fjölmargar fréttir daglega. Einnig er fylgst grannt með gegnum helstu samskiptamiðla.
- Vertu með okkur á Twitter með því að nota kassamerkið #fotboltinet fyrir færslur um mótið.
- Fótbolti.net á Snapchat: Fotboltinet
- Fótbolti.net á Instagram: Smelltu hér til að sjá .Net á Instagram.
Fótbolti.net á Facebook: Smelltu hér til að fara á heimasvæði Fótbolta.net á Facebook.
FARÐU Á EM SÍÐU FÓTBOLTA.NET
Athugasemdir