Hilmar Árni Halldórsson fór af velli á 77. mínútu í leik Stjörnunnar gegn Þór á laugardag. Leikið var í Boganum á Akureyri og bárust fregnir af því að Hilmar væri að glíma við einhvers konar hnémeiðsli.
Hilmar er þrítugur miðjumaður sem leikið hefur með Stjörnunni síðustu sex tímabilin.
Hilmar er þrítugur miðjumaður sem leikið hefur með Stjörnunni síðustu sex tímabilin.
„Það er verið að skoða hann, vorum með sjúkraþjálfara á Akureyri og hann fór í smá tékk í gær. Hann hittir lækni í dag og í raun lítið hægt að segja. Við vonumst eftir því að þetta sé „bara" liðbandstognun í hné," sagði Ágúst Gylfason, þjálfari Stjörnunnar.
„Ég vona að þetta komi í ljós á eftir, hann þarf að fara í myndatöku og svona til að ganga úr skugga um að þetta sé ekkert alvarlegt. Það þurfa nokkrir dagar að líða út af bólgum og slíku. Við vonumst til að fá svörin í dag."
„Ég held að allir voni að hann sé ekki alvarlega meiddur, allir Garðbæingar og aðrir sem fylgjast með fótboltanum vona að hann verði með í allt sumar. Hilmar hefur komið vel undan vetri, staðið sig frábærlega með okkur og er gríðarlega mikilvægur hlekkur í okkar liði," sagði Gústi.
Athugasemdir