Man Utd vill Ait-Nouri og hefur líka áhuga á Nkunku - Fulham og Leicester vilja fá Ferguson lánaðan - Dyche með fullan stuðning
banner
þriðjudagur 19. nóvember
Þjóðadeildin
sunnudagur 17. nóvember
U21 - Vináttuleikur
laugardagur 16. nóvember
Þjóðadeildin
U19 karla - Undank. EM 2025
fimmtudagur 7. nóvember
Sambandsdeildin
þriðjudagur 5. nóvember
Undankeppni EM U17
sunnudagur 27. október
Besta-deild karla - Efri hluti
fimmtudagur 24. október
Vináttulandsleikur
Sambandsdeildin
sunnudagur 20. október
Besta-deild karla - Neðri hluti
laugardagur 19. október
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
þriðjudagur 15. október
Landslið karla - U21 - Undankeppni EM
mánudagur 14. október
Landslið karla - Þjóðadeild
föstudagur 11. október
fimmtudagur 10. október
Undankeppni EM U21 karla
sunnudagur 6. október
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
laugardagur 5. október
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild kvenna - Efri hluti
fimmtudagur 3. október
Sambandsdeild Evrópu
mánudagur 30. september
Besta-deild karla - Efri hluti
sunnudagur 29. september
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild kvenna - Efri hluti
föstudagur 27. september
Fótbolti.net bikarinn
miðvikudagur 25. september
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
mánudagur 23. september
Besta-deild karla - Efri hluti
Lengjudeildin - Umspil
sunnudagur 22. september
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Lengjudeildin - Umspil
laugardagur 21. september
Mjólkurbikarinn - Úrslit
Fótbolti.net bikarinn
föstudagur 20. september
Besta-deild kvenna - Efri hluti
fimmtudagur 19. september
Lengjudeild karla - Umspil
miðvikudagur 18. september
Lengjudeildin - Umspil
mánudagur 16. september
Besta-deild karla
föstudagur 13. september
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Besta-deild karla
fimmtudagur 12. september
Besta-deild kvenna - Efri hluti
þriðjudagur 10. september
Undankeppni EM U21
Æfingamót í Slóveníu
mánudagur 9. september
Þjóðadeildin
laugardagur 7. september
Meistaradeild kvenna - forkeppni
Lengjudeild karla
Besta-deild kvenna - Neðri hluti
Lengjudeild kvenna
Æfingamót U19 karla
föstudagur 6. september
Þjóðadeildin
Undankeppni EM U21
fimmtudagur 5. september
Æfingamót U19 karla
miðvikudagur 4. september
Forkeppni Meistaradeildar kvenna
miðvikudagur 27. nóvember
WORLD: International Friendlies
Ulsan Citizen 0 - 3 Vietnam
lau 22.apr 2023 10:00 Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Magazine image

Spá Fótbolta.net fyrir Bestu kvenna: 3. sæti

Sérfræðingar Fótbolta.net spá því að Valur muni enda í þriðja sæti Bestu deildar kvenna í sumar. Álitsgjafar spá í deildina en þeir röðuðu liðunum upp í röð og það lið sem er í efsta sæti fær tíu stig, annað sæti níu og svo koll af kolli niður í tíunda sæti sem gefur eitt stig. Íslands- og bikarmeistarar Vals enda í þriðja sæti ef spáin rætist en það var gríðarlega mjótt á munum frá liðinu í fjórða til liðsins í öðru sæti sæti í spánni.

Spáin:
1. ?
2. ?
3. Valur, 80 stig
4. Þróttur R., 78 stig
5. Þór/KA, 58 stig
6. Selfoss, 53 stig
7. ÍBV, 42 stig
8. Keflavík, 22 stig
9. Tindastóll, 20 stig
10. FH, 18 stig

Um liðið: Valur er næst sigursælasta félagið í efstu deild kvenna á eftir Breiðabliki en félagið hefur hampað síðustu tveimur Íslandsmeistaratitlum. Það hafa orðið miklar breytingar á Valsliðinu í vetur og verður áhugavert að sjá hvernig liðið mun vinna úr því í sumar. Það er skrítið að spá ríkjandi Íslandsmeisturum þriðja sæti en þegar maður lítur á það sem hefur gerst eftir síðasta tímabil þá er það kannski ekkert svo skrítið.


Valsliðinu er spáð þriðja sæti.

Þjálfarinn - Pétur Pétursson: Er algjör goðsögn í íslenskum fótbolta. Var lengi atvinnumaður og landsliðsmaður í fótbolta. Hann hefur svo gert góða hluti sem þjálfari en hann hefur stýrt Valsliðinu frá árinu 2017. Pétur hefur unnið marga titla með Val og unnið flott starf á Hlíðarenda. Hann hefur líka verið mikill talsmaður kvennaboltans síðustu ár og verið leiðandi í allri baráttu gegn misrétti.


Pétur Pétursson.

Fótbolti.net fær sérfræðingana Anítu Lísu Svansdóttur og Óskar Smára Haraldsson, sem þjálfa Fram saman, til að rýna í styrkleika, veikleika og margt annað hjá liðunum sem spila í Bestu deild kvenna í sumar. Aníta Lísa fer yfir það helsta hjá liði Vals.


Aníta Lísa og Óskar.

Styrkleikar: Sigurhefðin í klúbbnum er mikil, bæði í liðinu sjálfu og þjálfarateyminu. Það eru til peningar á Hlíðarenda og því verður spennandi að sjá hvort að liðið muni styrkja sig enn frekar. Valur er alltaf Valur. Það er aldrei auðvelt að mæta þeim og liðið verður vel spilandi.

„Valur er alltaf Valur"

Það muna mæða mikið á reynslumeiri leikmönnum inn á vellinum og vonandi nær Pétur að púsla saman nýju meistaraliði. Hann var klókur í að fá Öddu (Ásgerði Stefaníu) í þjálfarateymið, hún mun klárlega hjálpa yngri leikmönnum mikið og vera áfram sterk rödd í klefanum.


Adda er mætt inn í þjálfarateymið.

Veikleikar: Það er alltaf ákveðin pressa sem fylgir því að verja titilinn og hvað þá tvöfaldann. Liðið hefur misst engin smá nöfn af hæfileikaríkum leikmönnum. Ekki nóg með það að leikmennirnir hafi allar verið frammúrskarandi í sínum stöðum þá voru þær risa karakterar og miklir leiðtogar inn á vellinum. Það væri óraunhæft að ætlast til þess að nýjir leikmenn og þeir leikmenn sem eru til fyrir nái að fylla í þessi skörð.

Það að Sandra hætti svona rétt fyrir mót setur markmannstöðuna sem ákveðið spurningarmerki. Valur var best mannaða liðið á landinu með allt of marga yngri landsliðsmarkverði sem hafa leitað á önnur mið til að fá að spila. Fanney Inga er ein eftir og ekki vantar hæfileikana þar en hún er ung og óreynd.


Fanney er ung og óreynd.

Spurningarnar: Er Fanney Inga tilbúin til að vera aðalmarkmaður liðsins strax? Mun Pétur ná að púsla saman nýju meistaraliði?

Lykillmenn: Elísa Viðarsdóttir er hrikalega reynslu mikill leikmaður sem mun þurfa að draga Valsliðið áfram í sumar. Góður leiðtogi og einstaklega góð fyrirmynd fyrir yngri leikmenn í liðinu. Ef það er einhver sem setur inn extra vinnu í hlutina þá er það Elísa. Hef trú á að hennar karakter og leiðtogahæfni muni hjálpa yngri leikmönnum sem eru að koma inn í liðið mikið. Hefur verið með marga leiðtoga í liðinu með sér þannig það mun mæða meira á henni í sumar en áður.

„Góður leiðtogi og einstaklega góð fyrirmynd fyrir yngri leikmenn í liðinu"


Elísa Viðarsdóttir.

Arna Sif Ásgrímsdóttir er í algjöru lykilhlutverki í vörninni hjá Val. Verður ekki með Söndru á bakvið sig eins og áður þannig hún þarf að stíga upp og nær vonandi að finna taktinn jafn vel með og án Söndru. Er einn besti skallamaður deildarinnar og skorar ófá mörk úr föstum leikatriðum.

Lára Kristín Pedersen var einn besti leikmaður Íslandsmótsin í fyrra. Ég hef mikla trú á að hún gefi ekkert eftir í ár og haldi áfram að spila sitt stóra hlutverk inn á miðjunni. Er ótrúlega góð í fótbolta og gerir mjög mikið fyrir Val þó að það sé ekki endilega mest áberandi vinnan. Væri gaman að sjá hana færa sig örlítið ofar á völlinn í sumar og nýta þennan góða skotfót sem hún er með, hefur alla burði til að skora nokkur mörk fyrir Val.


Arna Sif og Lára Kristín.

Leikmaður sem á að fylgjast með: Það er ungur og spennandi leikmaður sem Valur sótti frá KR. Ísabella Sara Tryggvadóttir er einungis fædd árið 2006 en er á leiðinni inn í sitt þriðja tímabil í meistaraflokki. Einnig á hún að baki 24 leiki fyrir U16 og U17 ára landslið Íslands og hefur skorað í þeim 10 mörk. Hún er sóknarmaður sem getur leyst framherj stöðuna og kantinn. Er áræðin, með góðan leikskilning og gott markanef. Er mjög spennt að fylgjast með hlutverkinu sem hún fær hjá Val í sumar og vonandi mun hún blómstra í nýju umhverfi.

„Vonandi mun hún blómstra í nýju umhverfi."


Ísabella Sara Tryggvadóttir.

Völlurinn: Valsliðið spilar heimaleiki sína á Origovellinum að Hlíðarenda. Einn flottasti fótboltavöllur landsins en stemningin mætti nú stundum alveg vera betri þarna. Valur hefur orðið Íslandsmeistari tvisvar sinnum í röð og þetta lið á skilið að fá mikinn stuðning á leikjum sínum.


Frá Origovellinum.

Komnar
Arna Eiríksdóttir frá Þór/KA (var á láni)
Birta Guðlaugsdóttir frá Stjörnunni
Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir frá Aftureldingu
Haley Lanier Berg frá Danmörku
Hanna Kallmaier frá ÍBV
Hildur Björk Búadóttir frá HK (var á láni)
Ísabella Sara Tryggvadóttir frá KR
Kelly Rowswell frá Bandaríkjunum
Rebekka Sverrisdóttir frá KR

Farnar
Aldís Guðlaugsdóttir í FH
Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving í Stjörnuna
Ásgerður Stefanía Baldursdóttir hætt
Brookelynn Paige Entz til HK
Cyera Makenzie Hintzen til Ástralíu
Elín Metta Jensen hætt
Mikaela Nótt Pétursdóttir í Breiðablik (var á láni frá Haukum)
Mist Edvardsdóttir hætt
Mariana Sofía Speckmaier
Sandra Sigurðardóttir hætt
Sigríður Theód. Guðmundsdóttir til Selfoss (á láni)
Sólveig Jóhannesdóttir Larsen til Svíþjóðar

Dómur Anítu fyrir gluggann: Erfitt að koma í stað þeirra leikmanna sem hættu eða fóru. Verður að koma í ljós hvort að erlendu leikmennirnir verði nóg og góðir til að fylla í eitthvað af þessum skörðum. Einkunn 4.


Sandra og Mist eru hættar.

Líklegt byrjunarlið:


Leikmannalisti:
1. Fanney Inga Birkisdóttir (m)
12. Kelly Rowswell (m)
20. Birta Guðlaugsdóttir (m)
3. Arna Eiríksdóttir
4. Arna Sif Ásgrímsdóttir
6. Lára Kristín Pedersen
7. Elísa Viðarsdóttir
8. Ásdís Karen Halldórsdóttir
9. Ída Marín Hermannsdóttir
11. Anna Rakel Pétursdóttir
14. Rebekka Sverrisdóttir
15. Haley Lanier Berg
16. Þórdís Elva Ágústsdóttir
17. Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir
18. Málfríður Anna Eiríksdóttir
19. Bryndís Arna Níelsdóttir
21. Lillý Rut Hlynsdóttir
22. Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir
24. Ísabella Sara Tryggvadóttir
25. Kolbrún Una Kristinsdóttir
27. Hanna Kallmaier
28. Bryndís Eiríksdóttir
34. Hildur Björk Búadóttir

Fyrstu fimm leikir Vals:
25. apríl, Valur - Breiðablik (Origovöllurinn)
2. maí, FH - Valur (Kaplakrikavöllur)
10. maí, Valur - Selfoss (Origovöllurinn)
16. maí, Stjarnan - Valur (Samsungvöllurinn)
23. maí, Valur - ÍBV (Origovöllurinn)

Í besta falli og versta falli að mati Anítu: Í besta falli þá verður liðið meistari þriðja árið í röð. Í versta falli geta þær lent í
fjórða sæti sem væru mikil vonbrigði á Hlíðarenda.

Spámennirnir: Alexandra Bía Sumarliðadóttir, Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson, Helga Katrín Jónsdóttir, Hulda Mýrdal Gunnarsdóttir, Lilja Dögg Valþórsdóttir, Mist Rúnarsdóttir, Orri Rafn Sigurðarson, Sigríður Dröfn Auðunsdóttir, Sverrir Örn Einarsson, Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke.
Athugasemdir
banner