Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   mán 23. maí 2022 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Origi var kvaddur á Anfield
Mynd: EPA

Belgíski sóknarmaðurinn Divock Origi er sannkölluð költ-hetja hjá Liverpool þar sem hann er fullkomið dæmi um leikmann sem spilar sjaldan, en þegar hann kemur inn þá getur hann heldur betur breytt gangi mála.


Origi hefur skorað gífurlega mikilvæg mörk á tíma sínum hjá Liverpool og er þess vegna dáður af stuðningsmönnum.

Hann er þreyttur á að vera aukaleikari og skiptir yfir til Ítalíumeistara AC Milan á frjálsri sölu í sumar þar sem hann vonast til að fá stærra hlutverk.

Hjá Milan mun Origi berjast við Olivier Giroud um byrjunarliðssæti og þá er Ante Rebic einnig í hóp. Zlatan Ibrahimovic gæti þá einnig verið með á næstu leiktíð en hann verður 41 árs í október og á eftir að skrifa undir samning.


Athugasemdir
banner
banner
banner