Sancho vill ekki snúa aftur til Man Utd - Dumfries vill fara til Man Utd - Chelsea vill Osimhen
   lau 23. júlí 2022 23:00
Ívan Guðjón Baldursson
Egill Darri ætlar að hjálpa Árbæ upp úr 4. deild (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Egill Darri Makan Þorvaldsson hefur skipt yfir í Árbæ eftir að hafa spilað 18 Lengjudeildarleiki með Kórdrengjum í fyrra. 


Egill Darri er fæddur 2001 og þótti gífurlega mikið efni fyrir nokkrum árum þar sem hann skipti úr 3. flokk Breiðabliks yfir til FH og spilaði þrjá leiki í Pepsi deildinni sumarið 2018, aðeins 17 ára gamall.

Það sumarið var hann lánaður til Þróttar R. í Lengjudeildinni og fór svo út til Parma á reynslu. Hann hreif þjálfarateymið þar og var boðið að ganga í raðir unglingaliðsins en Egill Darri valdi frekar að snúa aftur til FH og berjast um byrjunarliðssæti.

Það var í desember 2018 sem hann meiddist á mjöðm í æfingaleik gegn Víkingi R. og hefur ekki verið samur síðan.

Það verður áhugavert að fylgjast með Agli Darra í fjórðu deildinni þar sem hann spilar með öflugu liði Árbæjar sem stefnir í úrslitakeppnina strax á sínu fyrsta tímabili. Árbær leikur í A-riðli fjórðu deildar og er í harðri toppbaráttu við Hvíta riddarann og Skallagrím.

Egill á tólf leiki að baki fyrir yngri landslið Íslands.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner