Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Jökull: Læti og stemning sem stuðningsmennirnir spúa yfir völlinn til strákanna
Helgi Fróði: Geggjað að vera í besta klúbbnum
Addi Grétars pirraður: Menn þurfa að hafa smá 'sens' fyrir því sem þeir eru að tala um
Ísak Óli: FH var langfyrsti kosturinn hjá mér
Bestur í Mjólkurbikarnum: Vakinn með símhringingu - „Á Jölla mikið að þakka"
Sigdís Eva: Vissum að við gætum þetta og sýndum það í leiknum
Pétur: Það var ekkert lið inni á vellinum
John Andrews: Vorum að spila gegn líklega besta liði landsins
Kallaði þetta gott eftir fimm hnéaðgerðir og fær góð ráð frá pabba sínum
Þurfti að róa Pablo eftir leik - „Leikmenn eiga ekki að skipta sér af áhorfendum“
„Ef þetta heldur svona áfram verða bara allir í banni eftir smá stund"
Hefði sætt sig við jafntefli - „Ég held að við höfum reynt 5 eða 6 plön í þessum leik“
Alex Freyr ósáttur: Þetta er bara sorglegt
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
   sun 23. september 2018 16:34
Egill Sigfússon
Túfa: Sagði strákunum að vinna síðasta heimaleikinn minn!
Túfa kvaddi Greifavöll með sigri í dag
Túfa kvaddi Greifavöll með sigri í dag
Mynd: Þorsteinn Magnússon
KA fékk Grindavík í heimsókn í dag á Greifavöllinn í næst síðustu umferð Pepsí-deildar karla og unnu 4-3 sigur. Srdjan Tufegdzig þjálfari KA manna var mjög sáttur með að vinna síðasta heimaleik sinn sem þjálfari KA.

Lestu um leikinn: KA 4 -  3 Grindavík

„Ég sagði við strákana fyrir leikinn í dag að eina sem kæmi til greina í dag væri sigur í síðasta heimaleik mínum og það gerðist. Leikur þar sem maður fékk allt, fullt af mörkum og fullt af færum. Það var reyndar líka uppleggið mitt að halda hreinu, það vita allir að ég elska hreint lak en svona eru oft síðustu leikir tímabilsins."

KA er svo gott sem öruggt í sjötta sæti deildarinnar þar sem Grindavík er þremur stigum og 11 mörkum frá þeim í 7.sætinu. Túfa er ánægður með sumarið en sagði að það hefði verið draumur hans að ná Evrópusæti.

„Markmið okkar var að gera betur en í fyrra og enda í efri helming deildarinnar, en minn draumur persónulega var að ná Evrópusæti þar sem það er eina sem ég hef ekki gert hjá KA, spila í Evrópu. Það gerðist ýmislegt, við lentum í meiðslum og það gekk ekki upp en ég er mjög sáttur með 6.sætið."

Túfa er að hætta með KA-liðið eftir tímabilið en vildi ekki tjá sig um framtíðina fyrr en að leiktíð lokinni.

„Ég tala bara við þig eftir tímabilið, það er mikið í gangi hjá öllum liðum. Bæði ég og KA viljum klára þetta með stæl og þetta kemur svo í ljós eftir tímabilið."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner