Bayern hefur gert tilboð í Díaz - Liverpool vill Ekitike
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
„Hætt að borða nammi í Tenerife ferðinni þegar hún var tíu ára"
GunnInga í bláa hafinu: Styðjum liðið okkar í blíðu og stríðu
„Eru geggjaðir karakterar og munu bíta fast frá sér“
Tólfan spáir sigri - „Hef bara séð eina Noregstreyju“
Fékk leyfi til að fljúga beint frá Albaníu til Sviss
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
   sun 23. september 2018 16:34
Egill Sigfússon
Túfa: Sagði strákunum að vinna síðasta heimaleikinn minn!
Túfa kvaddi Greifavöll með sigri í dag
Túfa kvaddi Greifavöll með sigri í dag
Mynd: Þorsteinn Magnússon
KA fékk Grindavík í heimsókn í dag á Greifavöllinn í næst síðustu umferð Pepsí-deildar karla og unnu 4-3 sigur. Srdjan Tufegdzig þjálfari KA manna var mjög sáttur með að vinna síðasta heimaleik sinn sem þjálfari KA.

Lestu um leikinn: KA 4 -  3 Grindavík

„Ég sagði við strákana fyrir leikinn í dag að eina sem kæmi til greina í dag væri sigur í síðasta heimaleik mínum og það gerðist. Leikur þar sem maður fékk allt, fullt af mörkum og fullt af færum. Það var reyndar líka uppleggið mitt að halda hreinu, það vita allir að ég elska hreint lak en svona eru oft síðustu leikir tímabilsins."

KA er svo gott sem öruggt í sjötta sæti deildarinnar þar sem Grindavík er þremur stigum og 11 mörkum frá þeim í 7.sætinu. Túfa er ánægður með sumarið en sagði að það hefði verið draumur hans að ná Evrópusæti.

„Markmið okkar var að gera betur en í fyrra og enda í efri helming deildarinnar, en minn draumur persónulega var að ná Evrópusæti þar sem það er eina sem ég hef ekki gert hjá KA, spila í Evrópu. Það gerðist ýmislegt, við lentum í meiðslum og það gekk ekki upp en ég er mjög sáttur með 6.sætið."

Túfa er að hætta með KA-liðið eftir tímabilið en vildi ekki tjá sig um framtíðina fyrr en að leiktíð lokinni.

„Ég tala bara við þig eftir tímabilið, það er mikið í gangi hjá öllum liðum. Bæði ég og KA viljum klára þetta með stæl og þetta kemur svo í ljós eftir tímabilið."
Athugasemdir