Man Utd á eftir De Ligt - Greenwood eftirsóttur - Olise nálgast Chelsea - Mourinho vill fá Lindelöf
   fös 24. maí 2024 23:21
Brynjar Ingi Erluson
3. deild: Augnablik áfram með fullt hús stiga á toppnum
Blikarnir með fullt hús stiga og markatöluna 14-3 eftir fjóra leiki
Blikarnir með fullt hús stiga og markatöluna 14-3 eftir fjóra leiki
Mynd: Augnablik
Augnablik vann fjórða deildarleik sinn í röð er það vann KV örugglega, 3-0, í 3. deild karla í kvöld. Hvíti riddarinn og Víðir náðu einnig í góða sigra.

Blikarnir hafa verið funheitir í byrjun leiktíðar og alveg verið í takt við spá þjálfara fyrir tímabil.

Arnar Laufdal Arnarsson skoraði tvö mörk og Aron Skúli Brynjarsson eitt í sigrinum á KV í kvöld en Blikarnir eru áfram ósigraðir á toppnum með 12 stig.

Eftir leikinn í kvöld er Arnar markahæstur með sex mörk í fjórum leikjum, tveimur mörkum á undan næsta manni.

Alexander Aron Tómasson skoraði bæði mörk Hvíta riddarans í 2-1 sigri liðsins á Kára. Annar sigur Hvíta riddarans á tímabilinu og er liðið nú með 6 stig en Kári með 7 stig.

Paolo Gratton og Markús Máni Jónsson skoruðu mörk Víðis sem unnu Vængi Júpiters. Undir lok leiks fengu þeir Bjarki Már Bergsson og Ayyoub Anes Anbari, liðstjórar Vængjanna, að líta rauða spjaldið og fóru einnig nokkur gul spjöld á loft. Greinilega mikill hiti í Grafarvogi.

Víðir er með 7 stig en Vængirnir aðeins 1 stig eftir fjóra leiki.

Úrslit og markaskorarar:

Kári 1 - 2 Hvíti riddarinn
0-1 Alexander Aron Tómasson ('22 )
0-2 Alexander Aron Tómasson ('78 )
1-2 Marinó Hilmar Ásgeirsson ('91 )

KV 0 - 3 Augnablik
0-1 Aron Skúli Brynjarsson ('27 )
0-2 Arnar Laufdal Arnarsson ('46 )
0-3 Arnar Laufdal Arnarsson ('85 )

Vængir Júpiters 1 - 2 Víðir
0-1 Paolo Gratton ('44 )
0-2 Markús Máni Jónsson ('50 )
1-2 Daníel Smári Sigurðsson ('55 )
Rautt spjald: ,Bjarki Már Bergsson , Vængir Júpiters ('91)Ayyoub Anes Anbari , Vængir Júpiters ('91)
3. deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Augnablik 7 6 0 1 22 - 8 +14 18
2.    Víðir 7 5 1 1 28 - 9 +19 16
3.    Kári 7 5 1 1 26 - 12 +14 16
4.    Árbær 7 4 1 2 17 - 15 +2 13
5.    Magni 7 4 1 2 10 - 10 0 13
6.    Elliði 7 3 1 3 13 - 20 -7 10
7.    Sindri 7 3 0 4 17 - 16 +1 9
8.    KFK 7 3 0 4 15 - 20 -5 9
9.    ÍH 7 2 0 5 18 - 23 -5 6
10.    Hvíti riddarinn 7 2 0 5 10 - 20 -10 6
11.    Vængir Júpiters 7 1 1 5 15 - 23 -8 4
12.    KV 7 1 0 6 7 - 22 -15 3
Athugasemdir
banner
banner