Man City setur verðmiða á Cancelo - Simons eftirsóttur - Lille hafnar Liverpool
   fös 24. maí 2024 14:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Goðsögnin De Rossi fær traustið áfram hjá Roma
Daniele De Rossi.
Daniele De Rossi.
Mynd: EPA
Daniele De Rossi er við það að skrifa undir lengri samning við Roma eftir að hafa stýrt liðinu frá því í janúar.

Hann tók við Roma í byrjun árs af Jose Mourinho og skrifaði þá undir samning út tímabilið.

Roma-liðið hefur spilað glimrandi fótbolta síðan De Rossi tók við og hann mun fá að halda áfram að þjálfa liðið.

Fabrizio Romano segir frá því að De Rossi sé að skrifa undir samning við Roma sem gildir til ársins 2027. Það verði gert opinbert á næstu dögum.

De Rossi er goðsögn hjá Roma en hann varð heimsmeistari með ítalska landsliðinu 2006. Hann kom upp úr akademíu Roma og lék 616 leiki fyrir aðallið félagsins.

De Rossi var aðstoðarmaður Roberto Mancini á EM 2020 og hann tók við SPAL í október 2022 en var rekinn í febrúar 2023 eftir að hafa aðeins unnið þrjá leiki af sautján. Núna er hann að framlengja við eitt stærsta félag Ítalíu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner