Man City setur verðmiða á Cancelo - Simons eftirsóttur - Lille hafnar Liverpool
   fös 24. maí 2024 16:26
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hákon Rafn orðaður við Aberdeen
Hákon Rafn Valdimarsson.
Hákon Rafn Valdimarsson.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Jimmy Thelin.
Jimmy Thelin.
Mynd: Getty Images
Hákon Rafn Valdimarsson er orðaður við skoska félagið Aberdeen. Hákon er aðalmarkvörður landsliðsins og var hann í janúar keyptur til Brentford frá Elfsborg.

Hákon, sem er 22 ára, var á bekknum í síðustu leikjum Brentford á tímabilinu en á enn eftir að spila sinn fyrsta leik fyrir félagið. Jimmy Thelin er að taka við sem stjóri Aberdeen en hann er í dag þjálfari Elfsborg og þjálfaði þar Hákon.

Það er Daily Record sem greinir frá því að Hákon sé skotmark Aberdeen. Robby McCrorie, sem er samningsbundinn Rangers og er þar varamarkvörður, er líka orðaður við Aberdeen. McCrorie vill koma sér aftur í skoska landsliðið en nær því ekki með því að vera á bekknum hjá Rangers.

Aberdeen endaði í 7. sæti skosku deildarinnar, efsta sæti neðri hlutans. Aðalmarkvörður liðsins, Kelle Roos, er að renna út á samningi og er búist við því að hann haldi annað í sumar.

Fjallað er um að ef Hákon færi til Aberdeen færi hann á láni. Hvort hann fari þangað fer væntanlega eftir því hvort Brentford telji það besta kostinn í stöðunni, hvort það sé nægilega stórt verkefni fyrir Hákon.

Hjá Brentford er Hákon í dag kostur númer þrjú á eftir Mark Flekken og Thomas Strakosha. Það bendir margt til þess að Strakosha sé á förum og með því nálgast Hákon byrjunarliðið. Brentford þarf að taka ákvörðun hvort félagið vilji láta Hákon berjast við Flekken eða hvort það sé best fyrir hann að fara annað og spila.
Hákon Rafn - Umspilið og leiðin til Brentford
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner