Man Utd á eftir De Ligt - Greenwood eftirsóttur - Olise nálgast Chelsea - Mourinho vill fá Lindelöf
Gunnar: Engin skömm að tapa fyrir Val
Pétur Péturs: Ósáttur með fyrri hálfleikinn
„Farin að sýna okkur það sem ég hef vitað að hún hefur getað síðan hún var 14 ára”
Óli Kristjáns: Þetta voru „freak" mörk
Arnar Grétarsson: Alltof mikið reynt að svindla
Er Valur Arsenal? - „Með svo marga einstaklinga sem geta meitt mann"
Svekktur að tapa leiknum svona - „Once in a lifetime mark“
Skoraði eitt mark sumarsins og hélt hreinu - „Helluð tilfinning“
Mikilvægt að halda í fallegar hefðir - „Mjög stór fígura í sögu Fjölnis“
„Himinlifandi, hamingjusamur og ánægður með sigurinn“
Kristján: Við töpuðum á móti liði sem spilaði miklu betur en við í dag
Sandra María búin að brjóta hundrað marka múrinn í efstu deild
Dragan hélt langa ræðu í klefanum eftir leikinn - „Þetta er bannað"
Virðir stigið á Dalvík - „Fékk högg í kúlurnar og var að drepast"
J. Glenn: Frá okkar bæjardyrum séð leit þetta út eins og víti
Guðni: Held að við séum ekki beint að horfa á toppsætið
Með verk upp í geirvörtur eftir högg í punginn - „Bjóst ekki við króknum"
Halli Hróðmars: ég tel að við séum með hóp sem jafnast á við bestu liðin í deildinni
Anton Ingi: Stelpurnar spila fyrir félagið og Grindavík
Hugsaði um að fara í Breiðablik en fór frekar til Hollands
   fös 24. maí 2024 22:07
Hafliði Breiðfjörð
Hulda Hrund ruglaðist og sagði: 'Einbeittar Fylkir' - Hlegið að þessu í hálfleik
Hulda Hrund í leiknum í kvöld.
Hulda Hrund í leiknum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við elskum þrjú stig," sagði Hulda Hrund Arnarsdóttir leikmaður Stjörnunnar eftir 2 - 1 heimasigur á uppeldisfélagi hennar, Fylki í dag. Leikið var í fótboltahúsinu Miðgarði í Garðabæ þar sem stormur geysaði utandyra.

Lestu um leikinn: Stjarnan 2 -  1 Fylkir

„Það var skrítið að koma aftur inn. Maður heldur að sumarið hafi verið að byrja og bjóst við að verða bara úti í sumar," sagði Hulda.

„Leikurinn byrjaði frekar rólega fyrir minn smekk en ég held að 120 mínútna Blikaleikurinn sitji svolítið í okkur. En við skiluðum þremur stigum."

Hulda Hrund skoraði fyrsta markið í leiknum á 25. mínútu leiksins.

„Það var svolítið erfitt að skora á móti Fylki en gott að ná forystunni. Ég ruglaðist áðan og sagði: 'EINBEITTAR FYLKIR'. Ég var búin að horfa aðeins of mikið á Fylkistreyjuna. Það var hlegið að þessu í hálfleik. Þetta var fyndið moment."

Aðspurð hvort hún hafi fagnað markin sagði Hulda Hrund: „Nei, ég reyndi að gera það ekki," sagði hún en er hjartað smá í árbænum? „Já alltaf, 110!"

Nánar er rætt við hana í spilaranum að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner