Arda Guler á óskalista Liverpool - Fulham hefur áhuga á Chalobah - Hættir Man Utd við Branthwaite? - Velur Real Madrid fram yfir stórlið á Englandi
Pétur um viðbrögðin eftir pistilinn: Það var góður panell á Víkingsvellinum
Tekur undir með Pétri - „Það geta allir tekið til sín“
„Þegar þetta tæki hittir boltann þá er eins og hleypt sé af skoti”
Gunnar Magnús: Hún veit það best sjálf að hún gat gert betur
Óli Kristjáns: Sáttur við seigluna
Alltaf langað að spila fyrir Þór/KA - „Sérstaklega gaman að skora fyrir félagið"
Kristján Guðmunds: Tökum ekki réttar ákvarðanir
J. Glenn: Í dag að spila á leikmönnum úr þriðja flokki
Bryndís Rut: Ekkert óvanar því að ferðast og erum ekkert að kvarta
Ísak segir sögurnar ekki réttar - „Fullsnemmt að pakka saman í töskur og fara heim"
Best í Mjólkurbikarnum: Fyrsta tímabilið í atvinnumennsku
Mætir uppeldisfélaginu í fyrsta sinn - „Líður fáránlega vel á Akureyri"
John Andrews: Okkar leikmenn gerðu félagið stolt
Nik um meiðsli Öglu Maríu: Hún liggur ekki nema það sé eitthvað alvarlegt
Haraldur Freyr: Mögulega á endanum heppnir að hann fari jafntefli
Sigurvin: Þurfti einhver töfrabrögð til að brjóta ísinn
Hemmi Hreiðars: Þetta var til fyrirmyndar
Úlfur: Leikmenn nafngreindir og þeir kallaðir aumingjar og annað
Bragi Karl: Náði því snemma í fyrra og næ því vonandi sem fyrst núna
Magnús Már: Eitthvað sem við eigum ekki að sjá á heimavelli
   fös 24. maí 2024 22:07
Hafliði Breiðfjörð
Hulda Hrund ruglaðist og sagði: 'Einbeittar Fylkir' - Hlegið að þessu í hálfleik
Hulda Hrund í leiknum í kvöld.
Hulda Hrund í leiknum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við elskum þrjú stig," sagði Hulda Hrund Arnarsdóttir leikmaður Stjörnunnar eftir 2 - 1 heimasigur á uppeldisfélagi hennar, Fylki í dag. Leikið var í fótboltahúsinu Miðgarði í Garðabæ þar sem stormur geysaði utandyra.

Lestu um leikinn: Stjarnan 2 -  1 Fylkir

„Það var skrítið að koma aftur inn. Maður heldur að sumarið hafi verið að byrja og bjóst við að verða bara úti í sumar," sagði Hulda.

„Leikurinn byrjaði frekar rólega fyrir minn smekk en ég held að 120 mínútna Blikaleikurinn sitji svolítið í okkur. En við skiluðum þremur stigum."

Hulda Hrund skoraði fyrsta markið í leiknum á 25. mínútu leiksins.

„Það var svolítið erfitt að skora á móti Fylki en gott að ná forystunni. Ég ruglaðist áðan og sagði: 'EINBEITTAR FYLKIR'. Ég var búin að horfa aðeins of mikið á Fylkistreyjuna. Það var hlegið að þessu í hálfleik. Þetta var fyndið moment."

Aðspurð hvort hún hafi fagnað markin sagði Hulda Hrund: „Nei, ég reyndi að gera það ekki," sagði hún en er hjartað smá í árbænum? „Já alltaf, 110!"

Nánar er rætt við hana í spilaranum að ofan.
Athugasemdir
banner
banner