Man Utd á eftir De Ligt - Greenwood eftirsóttur - Olise nálgast Chelsea - Mourinho vill fá Lindelöf
   fös 24. maí 2024 15:30
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Leikmenn sem þrjú efstu ættu að sækja - „Aldrei að fara að gerast"
Viktor Örlygur Andrason, miðjumaður Víkings.
Viktor Örlygur Andrason, miðjumaður Víkings.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Árni Vilhjálmsson.
Árni Vilhjálmsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Elmar Kári Enesson Cogic er spennandi sóknarmaður.
Elmar Kári Enesson Cogic er spennandi sóknarmaður.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Af hverju var Valur að selja hann?
Af hverju var Valur að selja hann?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðlaugur Victor Pálsson.
Guðlaugur Victor Pálsson.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Valur Gunnarsson, sérfræðingur í Innkastinu, fékk þá heimavinnu í útvarpsþættinum Fótbolti.net að útnefna leikmenn sem efstu þrjú lið Bestu deildarinnar gætu reynt að fá í sumarglugganum.

„Það eru þrjú lið sem eiga möguleika á því að verða Íslandsmeistari; Víkingur, Breiðablik og Valur. Erum við ekki sammála um það?" spurði Elvar Geir Magnússon í þættinum en það er erfitt að færa rök fyrir því að eitthvað annað lið eigi möguleika í þeirri baráttu.

En hvaða leikmenn gætu þessu lið reynt að fá í sumarglugganum til að styrkja sig í þessari baráttu? Valur tók það saman og þetta hafði hann að segja:

Breiðablik
„Ég myndi vilja fá þarna miðjumann og senter. Stokke, vinur minn, er ekki búinn að heilla mig og ég held að hann sé búinn að heilla mjög fáa. Að því sögðu eru þeir búnir að skora næst flest í deildinni en markahæsti leikmaðurinn þeirra er Jason Daði með þrjú mörk. Þetta er rosaleg dreifing á markaskorun. Ef þú ætlar að hanga í Víkingum, þá þarftu að mínu mati alvöru níu upp á topp."

„Árni Vilhjálmsson er nafn sem ég er með. Það væri rosalega sterkt. Þegar maður heyrir að Sara Björk sé mögulega að koma heim, þá hugsar maður strax um Árna."

„Svo var ég með miðjumann, mér finnst vanta inn miðjumann hjá Breiðabliki. Arnór Gauti og Alexander Helgi eru flottir leikmenn... en Anton Logi (Lúðvíksson) og Gísli (Eyjólfsson) detta af miðjunni. Þú ferð ekki alla leið með Arnór Gauta og Alexander í þetta stórri rullu að mínu mati. Þetta eru flottir leikmenn en ef þú ætlar að vinna Víking þá þarftu eitthvað auka og extra þarna."

„Blikar hafa verið klaufar með leikmennina sína. Gísli Gottskálk er Bliki en hann er í hlutverki hjá Víkingum. Ég er nokkuð viss um að hann væri í stærra hlutverki hjá Blikum. Svo eru þeir með Danijel Dejan Djuric sem er líka í Víkingi. Og svo er Hlynur Freyr uppalinn Bliki en hann fór í Val og er núna úti. Þetta eru leikmenn sem myndu nýtast vel í Breiðabliki og er hálfleiðinlegt fyrir Blika að horfa upp á þetta."

„Nafnið sem ég ætlaði að nefna og ég væri til í að sjá í bæði Val og Breiðabliki, en er aldrei að fara að gerast. Það er er Viktor Örlygur Andrason hjá Víkingi. Mér finnst hann frábær leikmaður og Víkingum finnst það líka. Þetta er leikmaður sem ég myndi gefa mikið fyrir að sjá í góðu liði í miklu stærra hlutverki. Þetta er samkvæmisleikur."

„Svo er ég með annað nafn, Ísak Snær Þorvaldsson. Ef hann nýtir landsleikjahléið vel og ef hann kemur sér í alvöru stand, þá gætu þeir verið að fá nýjan leikmann eftir landsleikjagluggann. Og eitt nafn í viðbót. Það er leikmaður í Lengjudeildinni sem ég sé fyrir mér í Breiðabliki. Það er Elmar Cogic, framherji í Aftureldingu. Mér skilst að stóru liðin séu að skoða hann."


Valur
„Að mínu mati vantar þá heilt yfir kraft í sitt lið. Þeir eru með Hólmar og Orra í vörninni og svo ertu með Aron Jó, Kidda, Bjarna Mark á miðjunni og Gylfa meiddan. Ef ég væri að stjórna hjá Val, þá myndi ég skoða miðjumann í glugganum og sérstaklega ef Gylfi er meiddur. Fá sköpunarhæfni, hraða og kraft í liðið. Ég væri líka til í að sjá Viktor Örlyg úr Víkingi í Val, rétt eins og í Breiðabliki."

„Eftir að hafa sagt þetta, þá skil ég eiginlega ekki enn af hverju Birkir Heimisson er ekki enn í Val. Af hverju honum var hleypt í Þór, ég skil það ekki. Það er leikmaður sem myndi hjálpa þeim í dag. Ég er hrifinn af Birki og ég myndi vilja styrkja miðjusvæðið hjá Val."

„Ég hugsaði líka Matthias Præst hjá Fylki en það hefur hallað aðeins undan fæti hjá honum í Fylki, eins og hjá öðrum í liðinu. Hann í umhverfi eins og þessu, það gæti verið áhugavert að sjá það."


Víkingur
„Þá vantar ekkert til að vinna deildina hér heima. Þeir gætu nánast skipt liðinu í tvennt og verið í toppbaráttu með bæði liðin. Ég ákvað að horfa á þetta út frá Evrópu. Hvað þarf Víkingur til að vera samkeppnishæft í Evrópu. Ég held og vona að þeir fari í riðlakeppni í Evrópu."

„Ég horfði á miðjuna hjá Víkingum, maður er mikið að horfa á miðjuna hjá þessum liðum. Pablo Punyed er númeri fyrir ofan marga á Íslandi en er ekki með lappir og eitthvað annað til að vera í þessum Evrópubolta. Þú ert með svolítið gamla miðju í Víkingi og ef þú ætlar að hlaupa með liðum í þessum alvöru leikjum í Evrópu þá þyrftu þeir aðeins að fá einhvern hlaupara og kraftmiðjumann með Aroni (Elís Þrándarsyni) og þeim þarna."

„Arnar Gunnlaugs gæti breytt um kerfi og dottið til baka. Þú ert með gæja á toppnum sem geta keyrt á þetta, Ara, Djuric og Valdimar. Eru þeir að fara að detta til baka? Með þessa miðju, þú getur ekki verið að henda þeim í pressu í Evrópukeppni."


Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson sem var með Val í þættinum velti því fyrir sér hvort að Víkingar gætu hugsanlega sótt annan miðvörð ef þeir fara í þriggja manna vörn. Þá væru leikmenn eins og Guðlaugur Victor Pálsson og Hjörtur Hermannsson kannski kostir ef þeir ákveða að koma heim úr atvinnumennsku. Victor gæti þá líka leyst það að spila á miðsvæðinu.

Hægt er að hlusta á alla þessa umræðu í þættinum hér fyrir neðan.
Útvarpsþátturinn - Þarfir toppliðanna, svekktir eftir landsliðsvalið og enskt uppgjör
Athugasemdir
banner
banner