Man Utd á eftir De Ligt - Greenwood eftirsóttur - Olise nálgast Chelsea - Mourinho vill fá Lindelöf
   fös 24. maí 2024 15:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Stjörnulið A-deildarinnar rústaði Newcastle
Garang Kuol, efnilegur Ástrali, var í byrjunarliði Newcastle.
Garang Kuol, efnilegur Ástrali, var í byrjunarliði Newcastle.
Mynd: Getty Images
Newcastle spilaði síðastliðna nótt æfingaleik gegn stjörnuliði A-deildarinnar í Ástralíu og Nýja-Sjálandi en sá leikur fór ekki vel fyrir enska úrvalsdeildarfélagið.

Það voru nú ekki margir aðaliðsleikmenn að spila með Newcastle í leiknum en liðið var að mestu skipað ungum leikmönnum.

Markvörðurinn Mark Gillespie, bakvörðurinn Harrison Ashby og Ástralinn ungi Garang Kuol voru líklega þekktustu nöfnin í byrjunarliði Newcastle.

Ben Old kom stjörnuliðinu yfir eftir fimm mínútur og bættu Nicolas Milanovic og Adam Taggart við mörkum fyrir leikhlé. Apostolos Stamatelopoulos skoraði tvisvar eftir hálfleikshléið og þá bættu Jake Hollman, Jordan Courtney-Perkins og Bozhidar Kraev við mörkum áður en flautað var til leiksloka.

Stuttri æfingaferð Newcastle í Ástralíu er lokið, en nokkrir leikmenn liðsins fara núna að undirbúa sig fyrir stórmót í sumar á meðan aðrir fara í sumarfrí.


Athugasemdir
banner
banner
banner