Þriðja umferð ensku úrvalsdeildarinnar fer fram um helgina. Umferðin hæfst með leik stórleik í hádeginu á morgun þegar Arsenal og Manchester City mætast.
Umferðin lýkur svo á sunnudag. Mist Edvarsdóttir varð Íslandsmeistari með Val á miðvikudagskvöld og hún spáir í leiki umferðarinnar.
Digitical Cuz spáði í leiki síðustu umferðar og var með fjóra rétta. Svona spáir Mist leikjum umferðarinnar.
Umferðin lýkur svo á sunnudag. Mist Edvarsdóttir varð Íslandsmeistari með Val á miðvikudagskvöld og hún spáir í leiki umferðarinnar.
Digitical Cuz spáði í leiki síðustu umferðar og var með fjóra rétta. Svona spáir Mist leikjum umferðarinnar.
Man City 4 - 0 Arsenal
Þetta verður þægileg byrjun á helginni fyrir City, Arsenal heldur áfram að geta ekkert.
Aston Villa 0 - 0 Brentford
Þessi verður leiðinlegur en Brentford heldur hreinu þriðja leikinn í röð.
Brighton 1 - 2 Everton
Sterkur útisigur hjá Everton og DCL9 verður áfram í stuði og setur a.m.k. annað markið með skalla af efstu hæð.
Newcastle 0 - 2 Southampton
Newcastle vörnin heldur áfram að leka og ég ætla spá því að James Ward-Prowse opni markareikninginn með marki beint úr aukaspyrnu.
Norwich 0 - 0 Leicester
Norwich greyin eru með markatöluna 0-8 eftir fyrstu tvo leikina svo í þetta skiptið munu þeir verjast með 11 menn, sækja á engum og fara sáttir af velli með fyrsta stigið.
West Ham 3 - 0 Crystal Palace
Dagný Brynjars og félagar í West Ham eru í stuði og verða það áfram. Halda áfram að raða inn mörkunum og sitja sem fastast á toppnum. Einhver í CP fær rautt.
Liverpool 1 - 2 Chelsea
Beast einvígi helgarinnar í Lukaku vs. van Dijk. Lukaku er ekki sami Lukaku og var hérna síðast í Premier League, hann er kominn aftur í öðru veldi og ríður baggamuninn í þessum leik.
Burnley 3 - 2 Leeds
Þessi verður fjörugur en ég ætla að halda í föðurlandspeppið og segja að Jói Berg leggi upp dramatískt og fallegt sigurmark í uppbótartíma.
Spurs 1 - 0 Watford
Báðir leikir Spurs farið 1-0 svo af hverju ætti ég að spá einhverju öðru?
Wolves 0 - 1 Man Utd
Það verður mikill rembingur í sóknarmönnum Utd að sýna sig fyrir Ole áður en Ronaldo mætir á svæðið (takk Sir Alex), svo mikill að þeim mun reynast mjög erfitt að skora. Harry Maguire kemur samt mínum mönnum til bjargar með skallamarki seint í leiknum, enda flottur gaur.
Fyrri spámenn:
Albert Brynjar - 4 réttir
DigiticalCuz - 4 réttir
Stöðutaflan
England
Premier league - karlar

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
1 | Liverpool | 33 | 24 | 7 | 2 | 75 | 31 | +44 | 79 |
2 | Arsenal | 34 | 18 | 13 | 3 | 63 | 29 | +34 | 67 |
3 | Man City | 34 | 18 | 7 | 9 | 66 | 43 | +23 | 61 |
4 | Chelsea | 34 | 17 | 9 | 8 | 59 | 40 | +19 | 60 |
5 | Nott. Forest | 33 | 18 | 6 | 9 | 53 | 39 | +14 | 60 |
6 | Newcastle | 33 | 18 | 5 | 10 | 62 | 44 | +18 | 59 |
7 | Aston Villa | 34 | 16 | 9 | 9 | 54 | 49 | +5 | 57 |
8 | Bournemouth | 33 | 13 | 10 | 10 | 52 | 40 | +12 | 49 |
9 | Fulham | 33 | 13 | 9 | 11 | 48 | 45 | +3 | 48 |
10 | Brighton | 33 | 12 | 12 | 9 | 53 | 53 | 0 | 48 |
11 | Brentford | 33 | 13 | 7 | 13 | 56 | 50 | +6 | 46 |
12 | Crystal Palace | 34 | 11 | 12 | 11 | 43 | 47 | -4 | 45 |
13 | Everton | 34 | 8 | 14 | 12 | 34 | 41 | -7 | 38 |
14 | Man Utd | 33 | 10 | 8 | 15 | 38 | 46 | -8 | 38 |
15 | Wolves | 33 | 11 | 5 | 17 | 48 | 61 | -13 | 38 |
16 | Tottenham | 33 | 11 | 4 | 18 | 61 | 51 | +10 | 37 |
17 | West Ham | 33 | 9 | 9 | 15 | 37 | 55 | -18 | 36 |
18 | Ipswich Town | 33 | 4 | 9 | 20 | 33 | 71 | -38 | 21 |
19 | Leicester | 33 | 4 | 6 | 23 | 27 | 73 | -46 | 18 |
20 | Southampton | 33 | 2 | 5 | 26 | 24 | 78 | -54 | 11 |
Athugasemdir