Haaland verður með riftunarákvæði - Real Madrid ætlar að fá Saliba - Antony til Newcastle?
banner
   mán 29. júlí 2024 17:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Aldrei séð mann jafn staðráðinn í því að koma til baka og hjálpa liðinu"
Gustav hjálpaði Vestra að komast upp í Bestu deildina í fyrra.
Gustav hjálpaði Vestra að komast upp í Bestu deildina í fyrra.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Gustav Kjeldsen sneri til baka á völlinn í gær þegar hann lék með Vestra gegn FH. Danski varnarmaðurinn var valinn besti leikmaður Vestra á síðasta tímabili en varð fyrir því óláni að slíta hásin í vetur og fór í aðgerð snemma í desember.

Það var ekki gert ráð fyrir honum á þessu tímabili en hann er mættur aftur, vel á undan áætlun.

Lestu um leikinn: Vestri 0 -  2 FH

Leikur Vestra riðlaðist eftir að sá danski fór af velli á 74. mínútu og komu mörk FH eftir þá skiptingu.

Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra, var spurður út í snögga endurkomu Gustavs á völlinn. Er eitthvað í vatninu fyrir vestan?

„Hérna eru bara menn sem eru að leggja gríðarlega vinnu á sig og vilja ofboðslega spila fyrir félagið. Ég held ég hafi aldrei séð mann sem var jafn staðráðinn og Gustav í því að koma til baka og geta hjálpað liðinu sínu. Þetta á auðvitað líka um Eið (Aron Sigurbjörnsson) og Fata (Gbadamosi), þetta eru leikmenn sem voru tilbúnir að fórna öllu til að hjálpa liðinu. Við erum auðvitað í brekku og það veitir á gott að við séum með leikmenn innanborðs sem eru tilbúnir til að draga vagninn og fórna sér fyrir félagið," sagði Davíð Smári.
Davíð Smári: Stundum falla hlutirnir bara ekki með okkur
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Breiðablik 21 14 4 3 48 - 25 +23 46
2.    Víkingur R. 20 13 4 3 47 - 23 +24 43
3.    Valur 21 10 5 6 49 - 32 +17 35
4.    FH 21 9 5 7 36 - 35 +1 32
5.    ÍA 21 9 4 8 40 - 31 +9 31
6.    Stjarnan 21 9 4 8 39 - 35 +4 31
7.    KA 21 7 6 8 32 - 37 -5 27
8.    Fram 21 7 5 9 28 - 29 -1 26
9.    KR 20 5 6 9 34 - 39 -5 21
10.    HK 21 6 2 13 23 - 51 -28 20
11.    Vestri 21 4 6 11 22 - 42 -20 18
12.    Fylkir 21 4 5 12 26 - 45 -19 17
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner