Haaland verður með riftunarákvæði - Real Madrid ætlar að fá Saliba - Antony til Newcastle?
   mán 29. júlí 2024 17:06
Elvar Geir Magnússon
Byrjunarlið KR og KA: Fjórir snúa til baka eftir bann
Úr viðureign KA og KR í maí.
Úr viðureign KA og KR í maí.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
KR og KA mætast í 16. umferð Bestu deildarinnar klukkan 18:00 á Meistaravöllum og mun Þorsteinn Haukur Harðarson textalýsa leiknum hér á Fótbolta.net.

Theodór Elmar Bjarnason er kominn á meiðslalista KR en sem betur fer slitnaði krossbandið ekki. Hann ætti að geta verið með KR á lokaspretti tímabilins.

Alex Þór Hauksson kemur inn í byrjunarliðið eftir leikbann og þá kemur Finnur Tómas Pálmason inn og tekur við fyrirliðabandinu.

Hjá KA er varnarmaðurinn Hans Viktor Guðmundsson í leikbanni vegna uppsafnaðra áminninga. Birgir Baldvinsson og Sveinn Margeir Hauksson eru komnir út í nám og verða ekki meira með á þessu tímabili.

Rodri, Daníel Hafsteinsson og Bjarni Aðalsteinsson sem voru allir í leikbanni í síðasta leik koma inn í liðið.

Lestu um leikinn: KR 2 -  2 KA

Þegar þessi tvö lið mættust á Akureyri í maí enduðu leikar með 1-1 jafntefli. Atli Sigurjónsson kom KR yfir en Ásgeir Sigurgeirsson jafnaði fyrir KA.

Byrjunarlið KR:
12. Guy Smit (m)
3. Axel Óskar Andrésson
6. Alex Þór Hauksson
7. Finnur Tómas Pálmason (f)
8. Stefán Árni Geirsson
9. Benoný Breki Andrésson
11. Aron Sigurðarson
17. Luke Rae
23. Atli Sigurjónsson
25. Jón Arnar Sigurðsson
29. Aron Þórður Albertsson

Byrjunarlið KA:
13. Steinþór Már Auðunsson (m)
3. Kári Gautason
4. Rodrigo Gomes Mateo
5. Ívar Örn Árnason
6. Darko Bulatovic
7. Daníel Hafsteinsson
8. Harley Willard
10. Hallgrímur Mar Steingrímsson
11. Ásgeir Sigurgeirsson (f)
23. Viðar Örn Kjartansson
77. Bjarni Aðalsteinsson
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Breiðablik 21 14 4 3 48 - 25 +23 46
2.    Víkingur R. 20 13 4 3 47 - 23 +24 43
3.    Valur 21 10 5 6 49 - 32 +17 35
4.    FH 21 9 5 7 36 - 35 +1 32
5.    ÍA 21 9 4 8 40 - 31 +9 31
6.    Stjarnan 21 9 4 8 39 - 35 +4 31
7.    KA 21 7 6 8 32 - 37 -5 27
8.    Fram 21 7 5 9 28 - 29 -1 26
9.    KR 20 5 6 9 34 - 39 -5 21
10.    HK 21 6 2 13 23 - 51 -28 20
11.    Vestri 21 4 6 11 22 - 42 -20 18
12.    Fylkir 21 4 5 12 26 - 45 -19 17
Athugasemdir
banner
banner
banner