Haaland verður með riftunarákvæði - Real Madrid ætlar að fá Saliba - Antony til Newcastle?
Ólafur Hrannar: Hef ekki hugmynd um það
Venni Ólafs: Fótboltinn er skrýtin skepna
Stefán Árni: Vona að mér verði bannað að fara af vellinum
Omar Sowe: „Er ekki viss hvar ég enda“
Árni Freyr: ég reikna með þeim öllum í Mosó til að hjálpa okkur yfir línuna
Dagur Ingi: Í mínum bókum var þetta víti
Igor Bjarni: þetta var alltaf á hnífsblaði hjá okkur
Úlfur: Langþráður sigur og við erum hæstánægðir með þetta
Dragan: Skil ekki hvernig við vinnum ekki
Siggi Höskulds: Spenntur að fá að byrja aftur
Maggi: Þetta er bara aldrei vítaspyrna
Ásta Eir: Mér fannst þetta alveg galið og alveg verðskuldað rautt spjald
Nik Chamberlain: Besta liðið sem ég hef spilað á móti sem þjálfari
Axel Ingi: Hef séð þetta betra hjá okkur
Gunnar Heiðar: Það eina sem vantaði var bara þetta mark
Haraldur Freyr: Mögulega tryggðum okkur allavega í umspil með þessu stigi
Jóhann Berg: Það voru síðustu orð mín
Gerði nákvæmlega eins mark á æfingu - „Þekkjum vindinn vel af Nesinu"
„Erum úr sama árgangi og höfum leikið saman upp öll yngri landsliðin"
Stefán Teitur: Svo sem ekkert alltof nýtt fyrir mér
   mán 29. júlí 2024 21:41
Þorsteinn Haukur Harðarson
Hallgrímur: Hefði tekið stiginu í hálfleik
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

"Ég hefði ekki verið ánægður með stig fyrirfram en eins og fyrri hálfleikurinn spilaðist hefði ég tekið því í hálfleik," sagði Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, eftir 2-2 jafntefli gegn KR í kvöld.


Lestu um leikinn: KR 2 -  2 KA

"Svo allt í einu erum við 2-1 yfir og búnir að skalla í slá en svona er þetta bara. Því miður skorar KR í lokin og við tökum eitt stig. Ætli ég verði ekki aðeins ánægðari með það eftir nokkra daga en ég er núna."

Hvað skýrir muninn á frammistöðu liðsins í fyrri og seinni hálfleik? "Við bara mættum ekki með rétta hugarfarið í fyrri hálfleikinn og það var ekki KA sæmandi. Ég gerði mönnum það ljóst í hálfleik að ég væri himinlifandi að vera bara að tapa 1-0 því við áttum ekkert skilið."

Seinni hálfleikurinn var allt öðruvísi. Við förum héðan með eitt stig og verðum að taka því. "

Viðar Örn Kjartansson skoraði langþráð mark í kvöld og þjálfarinn var ánægður með sinn mann. "Jú þetta var flott mark. Hann er búinn að vera vaxandi undanfarið en sömuleiðis óheppinn. Nú kom þetta og það er gott fyrir okkur og léttir fyrir hann. "

Þá segir Haddi ekkert að frétta af félagaskiptamálum. "Nei ekki eins og staðan er. Við erum alltaf með opin augun en núna er ekkert að gerast."


Athugasemdir
banner
banner
banner