Haaland verður með riftunarákvæði - Real Madrid ætlar að fá Saliba - Antony til Newcastle?
   mán 29. júlí 2024 08:48
Elvar Geir Magnússon
Matti Villa frá í átta vikur - „Mikil blóðtaka“
Matthías Vilhjálmsson.
Matthías Vilhjálmsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingur vann 5-1 sigur gegn HK í Bestu deildinni í gær. Íslands- og bikarmeistararnir eru að fara að keppa Evrópuleik á fimmtudag og Arnar Gunnlaugsson hvíldi nokkra leikmenn í leiknum í gær.

Hinn reynslumikli Matthías Vilhjálmsson var ekki með en hann er einfaldlega meiddur og í viðtali eftir leikinn greindi Arnar frá því að hann yrði frá í um tvo mánuði.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 5 -  1 HK

„Það er mikil blóðtaka. Hann verður klár í úrslitakeppnina. Þegar það rignir stundum þá hellirignir," sagði Arnar.

Aron Elís Þrándarson var ekki í hópnum en verið er að fara varlega með hann eftir að hann kom til baka úr meiðslum.

„Aron er sem betur fer að komast í betra og betra stand. Ég held að það hafi verið hárrétt ákvörðun að hvíla hann í kvöld. Svo eru fleiri leikmenn að stíga upp, og verða að stíga upp."

Nikolaj Hansen fór meiddur af velli í gær en Arnar telur að það sé ekki alvarlegt.

„Vonandi verður hann fljótur að ná sér úr því og verður vonandi í lagi í leiknum á fimmtudaginn."

Víkingur heimsækir Egnatia í Albaníu á fimmtudaginn í 2. umferð forkeppni Sambandsdeildarinnar en fyrri leikurinn í Fossvoginum endaði með 1-0 sigri albanska liðsins.
Arnar Gunnlaugs: Mörk létta lífið
Athugasemdir
banner
banner
banner