Haaland verður með riftunarákvæði - Real Madrid ætlar að fá Saliba - Antony til Newcastle?
   þri 30. júlí 2024 11:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimild: Þungavigtin 
Alfreð í starf hjá Breiðabliki eftir að ferlinum lýkur?
Mynd: Fótbolti.net - Hörður Snævar Jónsson
Kristján Óli Sigurðsson sagði frá því í Þungavigtinni í dag að samtöl hafi átt sér stað varðandi þann möguleika að Alfreð Finnbogason taki við sem yfirmaður fótboltamála hjá Breiðabliki eftir að ferlinum lýkur.

Alfreð er 35 ára framherji sem samningsbundinn er belgíska félaginu Eupen. Hann kom í Breiðablik í 3. flokki og fimm árum seinna varð hann Íslandsmeistari með meistaraflokki. Í kjölfarið hélt hann út í atvinnumennsku og hefur leikið erlendis síðan.

„Það er verið að renna hýru auga til þess að landa þeim stóra, Alfreð Finnbogasyni, í stöðu yfirmanns fótboltamála þegar hann leggur skóna á hilluna - sama hvenær það verður. Hann á eitt ár eftir (af samningi) í Belgíu. Hann er menntaður í þessum fræðum. Það væri geggjað að fá Alfreð inn og ég veit að hann hefur mikinn áhuga á þessu, en hann langar að klára ferilinn með stæl. Það er spurning hvort það verði í belgísku B-deildinni eða hvort hann nær að losa sig og fara annað," segir Kristján Óli.

Alfreð á að baki 73 landsleiki og hefur í þeim skorað átján mörk. Hans 73. leikur kom gegn Portúgal í nóvember í fyrra.
Athugasemdir
banner
banner
banner