Haaland verður með riftunarákvæði - Real Madrid ætlar að fá Saliba - Antony til Newcastle?
   þri 30. júlí 2024 13:47
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Byrjunarlið Breiðabliks í Kósovó: Kristófer Ingi og Stokke koma inn
Kristófer Ingi og Stokke byrja.
Kristófer Ingi og Stokke byrja.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Höskuldur er á miðjunni.
Höskuldur er á miðjunni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Klukkan 15:00 hefst seinni leikur Breiðabliks og Drita í 2. umferð forkeppninnar í Sambandsdeildinni. Drita, sem er frá Kósovó, leiðir með einu marki eftir fyrri leik liðanna á Kópavogsvelli. Spilað er í Kósóvó í dag.

Sigurvegarinn í dag mætir sigurvegaranum úr einvígi FK Auda (Lettland) og Cliftonville FC (Norður-Írland) í 3. umferðinni.

Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, gerir tvær breytingar á sínu liði milli leikja.

Lestu um leikinn: Drita 1 -  0 Breiðablik

Benjamin Stokke og Kristófer Ingi Kristinsson koma inn í liðið fyrir þá Kristin Steindórsson og Oliver Sigurjónsson.

Byrjunarlið Breiðabliks
1. Anton Ari Einarsson (m)
4. Damir Muminovic
7. Höskuldur Gunnlaugsson (f)
8. Viktor Karl Einarsson
11. Aron Bjarnason
19. Kristinn Jónsson
20. Benjamin Stokke
21. Viktor Örn Margeirsson
22. Ísak Snær Þorvaldsson
23. Kristófer Ingi Kristinsson
30. Andri Rafn Yeoman
Athugasemdir
banner
banner
banner