Haaland verður með riftunarákvæði - Real Madrid ætlar að fá Saliba - Antony til Newcastle?
banner
   þri 30. júlí 2024 06:00
Brynjar Ingi Erluson
De Gea var aldrei nálægt því að ganga í raðir Genoa - Gollini á leiðinni
Mynd: Getty Images
Spænski markvörðurinn David De Gea var aldrei nálægt því að semja við Genoa á Ítalíu en þetta segir Fabrizio Romano.

Á dögunum bárust fréttir af því að Genoa væri í viðræðum um að fá De Gea á frjálsri sölu.

Markvörðurinn hefur verið án félags síðasta árið eða síðan hann yfirgaf Manchester United.

Launakröfur Spánverjans voru sagðir óraunhæfar og því hefur hann ekki enn fundið sér félag.

Fabrizio Romano segir að De Gea hafi aldrei verið nálægt því að fara til Genoa.

Genoa er að fá ítalska markvörðinn Pierluigi Gollini frá Atalanta en ferðaðist til Genoa í gær til að gangast undir læknisskoðun.

Gollini er 29 ára gamall og verið á láni síðustu þrjár leiktíðir. Hann fór til Tottenham Hotspur tímabilið 2021-2022 og lék þá einnig með Fiorentina og Napoli.
Athugasemdir
banner
banner