Haaland verður með riftunarákvæði - Real Madrid ætlar að fá Saliba - Antony til Newcastle?
   þri 30. júlí 2024 11:05
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Jóni Kára bregður fyrir í kynningarmyndbandi Calafiori
Calafiori á æfingu hjá Arsenal í Bandaríkjunum.
Calafiori á æfingu hjá Arsenal í Bandaríkjunum.
Mynd: Getty Images
Ítalski varnarmaðurinn Riccardo Calafiori var í gær tilkynntur sem nýr leikmaður Arsenal.

Calafiori er 22 ára ítalskur varnarmaður sem var í byrjunarliði Ítalíu á EM í sumar. Hann er uppalinn hjá Roma, fór til Basel fyrir þarsíðasta tímabil og lék svo með Bologna á liðnu tímabili.

Hann getur bæði spilað sem miðvörður og bakvörður. Hjá Arsenal fær hann treyju númer 33.

Arsenal gaf út skemmtilegt myndband með félagaskiptunum í gær þar sem mátti glitta í einn íslenskan stuðningsmann Lundúnafélagsins.

„Velkominn Riccardo en hvaða fáviti er þetta á 0:26?" skrifar Jón Kári Eldon sem deilir myndbandinu á samfélagsmiðlinum X en hann sést einmitt í myndbandinu. Jón Kári er grjótharður stuðningsmaður Arsenal og hefur verið mjög virkur í umræðunni í kringum félagið hér á landi.

Myndbandið má sjá hér fyrir neðan.


Athugasemdir
banner
banner
banner